Grillveisla hjá Andra og Írisi

Skyreftirréttur með kaffibotni Bernaise sósan Anna Valdís, Andri Rafn, Eiríkur Ægir, Arnór, Bergþór, Albert og Íris Eva grill grillaður humar grillsteik nautakjöt naut grillveisla lukex skyr rjómi veisla matarboð bernaise sósa bakað blómkál kartöflur steinunnar
Anna Valdís, Andri Rafn, Eiríkur Ægir, Arnór, Bergþór, Albert og Íris Eva

Andri Rafn og Íris Eva buðu í grillveislu á dögunum

Þegar ég spurði Andra hvað sé vert að hafa í huga þegar fólk er að grilla stóð ekki á svarinu: Það er mjög mikilvægt þegar grilluð er steik af þessu tagi, að grillarinn VERÐUR að passa uppá vökvabúskapinn og fá sér einn bjór með

– ÍRIS EVAHUMARNAUTAKJÖTGRILLBERNAISEBLÓMKÁLSKYR

🦞

Grillaður humar

Klippið humarinn að ofan, hreinsið og leggið í bakka. Bræðið 50 g af smjöri í potti og bætið við 1 msk af fínt söxuðum hvítlauk og einni lúku af fínt saxaðri steinselju. Penslið humarinn í bakkanum bæði áður en hann fer á grillið og líka á meðan hann grillast. Grillið í nokkrar mín (ca 6 mín)

Ribeye steik með Bernaise, blómkáli, kartöflu og salati

Kjötið fékk ég vakumpakkað frá Kjötkompaníi, Ribeye steik með Black Garlic maríneringu. Ég hafði það í Sous Vide á 57°C  í 14 tíma. Svo var það tekið úr pokanum og skellt á funheitt grill í nokkrar mínútur til að fá fallega áfrerð á kjötið.

Ofnbakað blómkál

Skerið blómkálið í bita, sjóðið í 15 mín og raðið í eldfast mót og saltið ríkulega. Bakið í ofni við 150°C  í um klukkutíma.

Bernaise sósan

Bernaise sósan var c.a svona. 1 kg af smjöri á móti 10 eggjarauðum. Rauðurnar pískaðar saman þangað til þær eru orðnar léttar og svo er smjörið brætt rólega. 2 teningum af kjötkrafti er bætt útí og blandað vel saman. Því næst er smjörið látið standa í smá stund til að kæla það niður. Svo er smjörinu hellt í könnu með góðum stút svo hægt sé að hella rólega í jafnri bunu út í rauðurnar…
Pískað vel saman á meðan svo sósan skilj sig ekki… þegar öllu hefur verið hrært saman er góðri teskeið af bernaise essance hrært saman við og piprað og saltað eftir þörfum… og að sjálfssögðu estragon bætt við

Mexíkódeblur Steinunnar grenivík kartöflur ofnbakaðar
Mexíkódeblur Steinunnar

Mexíkódeblur Steinunnar

Og kartöflurnar… Stórar bökunarkartöflur settar í pott og soðnar þangað til mjúkar. Þá eru þær teknar úr pottinum og kældar aðeins. Þá er toppurinn skorinn af og skóflað úr með teskeið í skál. Mexíkó ostur skorinn niður í fína strimla og settur ofaní kartöfluna. Innihaldinu sem var í skálinni er hrært saman með salt og pipar og sett ofaní kartöfluna aftur ásamt ostinum. Toppað með strimlum af mexíkó osti. Þessar kartöflur eru frá Steinunni vinkonu okkar frá Grenivík

Skyreftirréttur með kaffibotni

Skyreftirréttur með kaffibotni

Íris Eva sá um eftirréttinn. Við erum orðin frekar vön að nota Lu kex og smjör í botninn en trúið mér þessi botn er miklu betri og mýkri með kaffinu. Hentar vel þegar eftirréttur eins og þessi er borinn fram í glösum

Skyreftirréttur með kaffibotni

Botn:
1 dl heitt kaffi
5-7 Lu kex kökur

Setjið kaffið í skál og myljið kexið útí. Bætið við kexi til að þykkja blönduna ef þarf.
Setjið í botn á glösum/ílátum (1cm) og láta kólna.

Skyrfylling:
250 ml Kea vanilluskyr
250 ml rjómi

léttþeytið rjómann og blandið skyrinu útí. Setjið ofaná botninn í glösin. Kælið. Skreytið með fínskornum jarðaberjum og saxað suðursúkkulaði.

Í upphafi var skálað í Prosecco, hvítvínið var með humrinum og rauðvínið með steikinni.

🦞

ÍRIS EVAHUMARNAUTAKJÖTGRILLBERNAISEBLÓMKÁLSKYR

— GRILLVEISLA HJÁ ANDRA OG ÍRISI —

🦞

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.