Vegan rabarbarapæ

Heimskringlan kaffihús reykholt borgarfjörður borgarfirði ingibjörg krisleifsdóttir vegan rabarbara rabbarbari rabarbarakaka eggjalaust mjólkurlaust kaffimeðæti halldór laufeyjarís
Vegan-rabarbarapæ

Vegan rabarbarapæ. Á kaffihúsinu Heimskringlu í Reykholti er boðið upp á hið klassíska rabarbarapæ og líka í vegan útgáfu. Ingibjörg vert veitti góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina:

Veganið er alveg eins og þitt nema 2 dl af jurtaoliu í stað smjörs og 1 dl eplamús í stað eggja. Hef líka notað banana en hann stelur svolítið bragðinu. Svo stráum við við stundum púðursykri yfir eða kókosmjöli og hlynsírópi til að fá kröns. Gaman að leika sér með allskonar. Já og svo drussa ég smá rabarbarasýrópi yfir og hef kúlu af Laufeyjarís með og allir eru algjörlega undantekningalaust hrifnir og þakklátir.

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

2 dl jurtaolía

1 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

1 dl eplamús

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Blandið olíu, þurrefnunum og eplamús saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...