
Café Kaja á Akranesi
Á Akranesi rekur Karen Jónsdóttir eigið kaffihús sem heitir Café Kaja, það er ekki bara venjulegt kaffihús. Þar er einnig sælkerabúð með ýmsu góðgæti, olíum, súkkulaði (#mjögmjöggóðu) og öðrum hollustuvörum. Hægt er að fá þar um 90 vöruflokka umbúðalaust. Café Kaja er eina lífrænt vottaða kaffihúsið á Íslandi. Svo framleiðir hún pasta, hrátertur, bakar á staðnum ketóbrauð og selur þurrefnin svo fólk geti bakað sjálft. Í vikunni fékk ég að smakka hjá henni tvo extra góða pastarétti (sem fara á matseðilinn á allra næstu dögum) og hollustusúkkulaðitertu sem var þannig að ég hefði getað emjað yfir allan Skagann. Í öllum bænum stoppið hjá Café Kaju í Stillholti á Akranesi – þið sjáið ekki eftir því.
— CAFÉ KAJA — AKRANES — KAREN JÓNSDÓTTIR —
.

Kaju pasta með klettasalatspestói, fíkjubitum og svörtum ólífum.
Kaju pasta soðið eftir leiðbeiningum.
Pestó:
100 g klettasalat, 3 hvítlauksrif, 250 ml ólífuolía frá Vigean, kasjuhnetur, 1 tsk sítrónusafi. Sett í blandara og maukað vel saman.
Pestó sett á botnin, pastað ofan á, fíkjubitar, svartar ólífur, kirsuberja tómatar ásamt parmasan osti, og svörtum pipar.

Sparipastarétturinn, bara einn sá besti pastaréttur sem ég hef smakkað.

Bláskelspasta sem inniheldur bláskel úr Breiðafirðinum, íslenska furusveppi og svo pastað sem framleitt er á staðnum. Í réttinum er rjómi, bláskel, hvitlaukur, islenskir furusveppir, sítróna, chilli, steinselja, kirsuberjatómatar, og Kaju pasta. Parmasan ostur og hvitur pipar
Súkkulaði- og heslihnetusmjörstertuna
2 bollar hveiti
2/3 bolli kakó
2 tsk vínsteinslyftiduft
3 egg
1 og 2/3 bollir reyrsykur
1 tsk vanilludropar frá Natali
1 bolli ristuð heslihnetuolía frá Vigean
1 bolli vatn
Egg og reyrsykur þeytt saman olíu bætt út ásamt þurrefnum.
Bakist við 160 gráður í ca 35 mínútur.
Krem
250 g af 70% súkkulaði frá Perú og
250 g smjör brætt saman og sett á tertuna.
Til skrauts: hesluhnetubitar með 70% súkkulaði fást í Heilsuhúsunum.

— CAFÉ KAJA — AKRANES — KAREN JÓNSDÓTTIR —
.