Café Kaja á Akranesi

Café Kaja á Akranesi akranes karen jónsdóttir kaffihús á akranesi
Café Kaja á Akranesi

Café Kaja á Akranesi

Á Akranesi rekur Karen Jónsdóttir eigið kaffihús sem heitir Café Kaja, það er ekki bara venjulegt kaffihús. Þar er einnig sælkerabúð með ýmsu góðgæti, olíum, súkkulaði (#mjögmjöggóðu) og öðrum hollustuvörum. Hægt er að fá þar um 90 vöruflokka umbúðalaust. Café Kaja er eina lífrænt vottaða kaffihúsið á Íslandi. Svo framleiðir hún pasta, hrátertur, bakar á staðnum ketóbrauð og selur þurrefnin svo fólk geti bakað sjálft. Í vikunni fékk ég að smakka hjá henni tvo extra góða pastarétti (sem fara á matseðilinn á allra næstu dögum) og hollustusúkkulaðitertu sem var þannig að ég hefði getað emjað yfir allan Skagann. Í öllum bænum stoppið hjá Café Kaju í Stillholti á Akranesi – þið sjáið ekki eftir því.

CAFÉ KAJAAKRANESKAREN JÓNSDÓTTIR

.

Kaju pasta með klettasalatspestói, fíkjubitum og svörtum ólífum.

Kaju pasta með klettasalatspestói, fíkjubitum og svörtum ólífum.

Kaju pasta soðið eftir leiðbeiningum.

Pestó:
100 g klettasalat, 3 hvítlauksrif, 250 ml ólífuolía frá Vigean, kasjuhnetur, 1 tsk sítrónusafi. Sett í blandara og maukað vel saman.

Pestó sett á botnin, pastað ofan á, fíkjubitar, svartar ólífur, kirsuberja tómatar ásamt parmasan osti, og svörtum pipar.

Sparipastarétturinn, bara einn sá besti pastaréttur sem ég hef smakkað.

Sparipastarétturinn, bara einn sá besti pastaréttur sem ég hef smakkað.

Súkkulaði- og heslihnetusmjörstertuna

Bláskelspasta sem inniheldur bláskel úr Breiðafirðinum, íslenska furusveppi og svo pastað sem framleitt er á staðnum. Í réttinum er rjómi, bláskel, hvitlaukur, islenskir furusveppir, sítróna, chilli, steinselja, kirsuberjatómatar, og Kaju pasta. Parmasan ostur og hvitur pipar

Súkkulaði- og heslihnetusmjörstertuna

2 bollar hveiti
2/3 bolli kakó
2 tsk vínsteinslyftiduft
3 egg
1 og 2/3 bollir reyrsykur
1 tsk vanilludropar frá Natali
1 bolli ristuð heslihnetuolía frá Vigean
1 bolli vatn
Egg og reyrsykur þeytt saman olíu bætt út ásamt þurrefnum.
Bakist við 160 gráður í ca 35 mínútur.

Krem
250 g af 70% súkkulaði frá Perú og
250 g smjör brætt saman og sett á tertuna.
Til skrauts: hesluhnetubitar með 70% súkkulaði fást í Heilsuhúsunum.

Kaffi bragðast betur í fallegum bolla

CAFÉ KAJAAKRANESKAREN JÓNSDÓTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.