Eftirréttur Simmsalabimm du la Hróðný
Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt bauð upp á simsalabimm eftirréttinn í ítölsku matarboði. Sú hin sama og fjallað er um hér
— SIBBA PÉTURS — EFTIRRÉTTIR — SÚKKULAÐI — APPELSÍNUR — ÍTALÍA —
.
Eftirréttur Simmsalabimm du la Hróðný
100 g appelsínusúkkulaði
50 g dökkt suðusúkkulaði
2 eggjarauður
1 eggjahvíta
2 msk flórsykur
1/2 lítri rjómi, þeyttur
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og látið það kólnar lítið eitt. Þeytið eggjarauður, eggjahvítu og flórsykur. Blandið síðan öllu saman mjög varlega (ekki hræra mikið) deilið í fjögur glös og setjið inn í ísskáp í 2klst.
Setjið súkkulaðimúsina í falleg glös og þeyttan rjóma ofan á. Skreytið með jarðarberi eða öðru fallegu.
.
— SIBBA PÉTURS — EFTIRRÉTTIR — SÚKKULAÐI — APPELSÍNUR — ÍTALÍA —
— SIMMSALABIMM EFTIRRÉTTURINN —
.