Láttu draumana rætast – Enginn gerir það fyrir þig

Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt hannað fyrir okkur baðið um árið þegar hún var nýkomin úr námi. Gaman að fólki eins og Sibbu sem lætur draumana rætast og hvetur alla til þess að gera hið sama. sibba péturs
Sigurbjörg Pétursdóttir, Sibba Péturs, innanhússarkitekt lætur draumana rætast og hvetur alla til þess að gera hið sama.

Láttu draumana rætast – Enginn gerir það fyrir þig

Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt hannað fyrir okkur baðið um árið þegar hún var nýkomin úr námi. Gaman að fólki eins og Sibbu sem lætur draumana rætast og hvetur alla til þess að gera hið sama.

ÍTALÍASIBBA PÉTURSDRAUMAR

.

Gefum Sibbu, sem nú aðstoðar Íslendinga á Spáni, orðið:

Þegar ég var lítil stúlka átti ég mér mína drauma eins og flestir. T.d. þegar ég var 14 ára var í búin að ákveða að vera listamaður á Mont Marte í París með rauða alpahúfu. Og átti auðvitað marga fleiri. Hef alltaf sagt að fólk sem á sér ekki drauma sé fátækt.

Ég setti flesta mína drauma á „hold” þar sem giftist ung og var búin að eignast 2 börn 19 ára. Svo liðu árin og fór ég á teikni- og myndlistarnámskeið, svo var ég alltaf eitthvað að „decoreta” gera upp húsgögn ofl. kom þá mikil löngun í að læra innanhússarkitektúr.
(t.d. þegar ég var á Barbie aldrinum þá gerði ég bara húsið sjálf, gerði veggi með hörðum bókum og öll húsgögn úr gömlu eldspýtustokkunum alltaf voða fínt hjá Barbie)

Þetta nám var og er ekki hægt að læra á Íslandi. Var alltaf að hugsa um drauminn minn og hef löngu gert mér grein fyrir því að ENGINN lætur drauminn rætast nema ég. Ég sá viðtal við tær stúlkur sem höfðu farið í skóla í Flórens.

Apótekið, Bergþór, Svanhildur Jakobsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, sibba Péturs, Albert Eiríksson
Bergþór, Svanhildur, Sigurbjörg og Albert á Apótekinu

Ítalíudraumur

Nú kom tækifærið, ég var fertug og eldri börnin farin að heiman og sú yngsta þriggja ára og ekki byrjuð í skóla. Ég skrifaði skólanum og sótti um inngöngu og komst inn. Skellti mér á ítölskunámskeið hér heima og á Ítalíu. Við tókum okkur eitt ár í undirbúning, það er mikilvægt að vera skipulagður og hafa allt á hreinu áður en farið er í svona ferðalag.

Ég og þáverandi maður minn seldum allt sem við áttum og keyptum miða aðra leið til ítalíu, vorum búin að leigja íbúð í Flórens.
Sú yngsta fór í leikskóla, en dafnaði ekki í borginni, þá lét ég annan draum rætast; Að búa í hlíðum Toscana.
Þar fann ég krúttlegt hús í litlu þorpi með einni götu, dásamlegt, fann þar leikskóla og allir glaðir. Þarna leið okkur vel.
Þegar ég lauk námi komum við heim og þar biðu mín mörg verkefni og elskaði ég vinnuna mína.

Baðherbergið sem Sigurbjörg hannaði fyrir Albert og Bergþór

Spánardraumur

Svo leið tíminn. Stuttu fyrir bankahrunið ákvað ég að kaupa mér stærri íbúð, var þá einstæð móðir og gekk vel í starfi.
Þá gerist það eins og hjá mörgum, að ég var tekin í bakaríið og bara skuldaði einhverja vitleysu sem ég hafði ekki komið mér í og mikið óréttlæti í gangi.
Ég barðist fyrir mínu. Það skyldi enginn taka frá mér heimilið sem ég átti svo mikið í. Síminn hætti að hringja, hver hafði efni að fá sér innanhússarkitekt þá. Ég hélt bara áfram og allt fór vel að lokum. Þá fór ég að hugsa, hvað er ég eiginlega að gera hér á klakanum??

Árið 2010 kynnist ég núverandi maka mínum, börn og barnabörn mjög upptekin eins og gengur og gerist á Íslandi, og var ég bara orðin hálfeinmanna og þunglynd, alltaf inni mér fannst alltaf svo kalt og nennti ekki neinu. Ég elska að spila golf og vera í heitu loftslagi og margt fleira. Fyrir þremur árum fór ég að hugsa alvarlega um það, hvernig mér gengi að lifa á lífeyrinum þegar þar að kæmi og hvernig lífið yrði.

Þetta var auðvelt reikningsdæmi, ég gæti greitt af íbúðinni og reikninga sem því fylgja, en ég ætti lítið sem ekkert eftir til þess að eiga gott líf á efri árum. Ég ræddi málin við minn mann og sagði við hann að ég væri ákveðin að bæta lífskjör mín og ætlaði að selja íbúðina (sem ég gerði á besta tíma) losna við skuldir og staðgreiða eign á Spáni, og skulda ekkert.
Seldum nánast allt innbúið og keyptum okkur nýtt hús á Spáni, tókum kisu með og höfum það mjög gott, matur hér kostar einn fjórða miðað við á Íslandi
YESS þetta er lífið.

Núna vinn ég í því að láta vita af mér hér á Spáni. Margir Íslendingar eru að kaupa hús og vantar aðstoð við húsgagnakaup og jafnvel allt í húsið.
Ég hef skoðað þetta vel og veit hvar gott er að versla einnig er ég komin í góð sambönd við iðnaðarmenn ef þarf, og hvet ég fólk til þess að hafa samband. Netfangið er: sibbape@iptaekni.is

Að lokum hvet ég alla til þess að láta drauma sína rætast, það er alltaf hægt að finna leið til þess. Í dag elska ég lífið og sé ekki eftir neinu.

Eldhús Sigurbjargar fyrir breytingu
Eldhús Sigurbjargar eftir breytingu

Eldhús Sigurbjargar fyrir breytingu og eftir.

.

— LÁTTU DRAUMANA RÆTAST —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt