Í kaffi hjá Kristjáni og Rögnu á Laugum
Í Reykjadalnum búa Kristján og Ragna. Hún er borgarbarn en hann er frá Raufarhöfn og bæði starfa þau við Framhaldsskólann á Laugum. Í fjölskyldu minni grínumst við stundum með lífið fyrir Kristján og lífið eftir að við kynntumst Kristjáni því það eru alltaf líflegar og skemmtilegar umræður þegar við hittumst og óspart hlegið.
Á ferðalagi okkar um landið var komið við í Reykjadalnum eins og alltaf. Þau voru nýkomin heim frá útlöndum en slógu upp veislu, það er galdur með litlum fyrirvara. Rúgbrauð með egg og síld rann ljúflega niður ásamt pastarétti með túnfiski, heimabökuðu brauði og gæða appelsínumarmelaði og sultu.
— KRISTJÁN OG RAGNA — #sumarferðalag4/15 — RÚGBRAUÐ —
Á síðunni eru nokkrar uppskriftir frá Kristjáni og Rögnu komnar:
Sætkartöflusúpa — Rabarbara- og jarðarberjadrykkur — Bláberjapæ — Heit súkkulaðiterta —
.
— Í KAFFI HJÁ KRISTJÁNI OG RÖGNU Á LAUGUM —
—