Í kaffi hjá Kristjáni og Rögnu á Laugum

Kristján guðmundsson kristján og ragna raufarhöfn ragna heiðbjört þórisdóttir laugar reykjadalur kaffiboð
Páll, Albert, Kristján og Ragna

Í kaffi hjá Kristjáni og Rögnu á Laugum

Í Reykjadalnum búa Kristján og Ragna. Hún er borgarbarn en hann er frá Raufarhöfn og bæði starfa þau við Framhaldsskólann á Laugum. Í fjölskyldu minni grínumst við stundum með lífið fyrir Kristján og lífið eftir að við kynntumst Kristjáni því það eru alltaf líflegar og skemmtilegar umræður þegar við hittumst og óspart hlegið.
Á ferðalagi okkar um landið var komið við í Reykjadalnum eins og alltaf. Þau voru nýkomin heim frá útlöndum en slógu upp veislu, það er galdur með litlum fyrirvara. Rúgbrauð með egg og síld rann ljúflega niður ásamt pastarétti með túnfiski, heimabökuðu brauði og gæða appelsínumarmelaði og sultu.

KRISTJÁN OG RAGNA — #sumarferðalag4/15 — RÚGBRAUÐ
Á síðunni eru nokkrar uppskriftir frá Kristjáni og Rögnu komnar:

Sætkartöflusúpa Rabarbara- og jarðarberjadrykkur Bláberjapæ — Heit súkkulaðiterta

.

Albert, Ragna, Kristján, Bergþór og Páll
Albert, Ragna, Kristján, Bergþór og Páll

— Í KAFFI HJÁ KRISTJÁNI OG RÖGNU Á LAUGUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.