Sumarlegt salat og Pavlova hjá Ásthildi bæjarstjóra og Hafþóri

Sumarlegt salat Ásthildar bæjarstjóra ásthildur sturludóttir bæjarstjóri akureyri Hafþór salat grænmeti gott hollt dressing pavlova góð sósa súkkulaðisósa dumble hollt fljótlegt
Sumarlegt salat Ásthildar bæjarstjóra

Sumarlegt salat og Pavlova hjá Ásthildi bæjarstjóra og Hafþóri

Það er nú ekki lognið í kringum Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri, ætli megi ekki segja að það gusti af henni hlýr vestan vindur. Hún ræktar grænmeti af miklum dugnaði og uppistaðan í þessu salati var ræktað í garðinum þau hjónin eru bæði afar myndarleg í öllu sínu, auk þess að stjórna stóru sveitarfélagi, prjónar og saumar og Hafþór er sannkallaður völundur. Þegar vantaði eldhúsborð tók hann sig til og smíðaði það sjálfur úr gæðaviði.

☀️

#sumarferðalag15/15 — SALÖTAKUREYRIPAVLOVURÁSTHILDUR

☀️

Ásthildur hellir dressingu yfir salatið

Salatblöð (blanda af spínati, lollorosso, boston lettuce, basil og steinselju), pikkolotómatar (einn baukur), 2 avokado, einn pakki sykurbaunir (steiktar léttilega á pönnu), grilluð paprika (og hýðið tekið af á eftir), lúka bláber, lúka baunaspírur, 1/2 granatepli, nokkur jarðaber. 500 g kjúklingabringur kryddaðar með tandoorikryddi og steiktar í olíu á pönnu. Hnetur yfir.

Dressing: olía, balsamedik, dijon sinnep, hunang, salt og pipar. Þeytt saman.

Pavlova
Yfir Pavlovuna fór sósa úr Dumle súkkulaði og rjóma

☀️

#sumarferðalag15/15 — SALÖTAKUREYRIPAVLOVURÁSTHILDUR

— SUMARLEGT SALAT OG PAVLOVA —

☀️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Sítrónupressa – sítrónusafi

Sitrona

Sítrónupressa - sítrónusafi. Góð sítrónupressa ætti að vera til á öllum heimilum og vera notuð daglega - ætli megi ekki endurnýta hið gamla góða Opal-sagorð á sítrónusafann og segja: Hressir, bætir og kætir