Sumarlegt salat og Pavlova hjá Ásthildi bæjarstjóra og Hafþóri
Það er nú ekki lognið í kringum Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri, ætli megi ekki segja að það gusti af henni hlýr vestan vindur. Hún ræktar grænmeti af miklum dugnaði og uppistaðan í þessu salati var ræktað í garðinum þau hjónin eru bæði afar myndarleg í öllu sínu, auk þess að stjórna stóru sveitarfélagi, prjónar og saumar og Hafþór er sannkallaður völundur. Þegar vantaði eldhúsborð tók hann sig til og smíðaði það sjálfur úr gæðaviði.
☀️
#sumarferðalag15/15 — SALÖT — AKUREYRI — PAVLOVUR — ÁSTHILDUR —
☀️
Salatblöð (blanda af spínati, lollorosso, boston lettuce, basil og steinselju), pikkolotómatar (einn baukur), 2 avokado, einn pakki sykurbaunir (steiktar léttilega á pönnu), grilluð paprika (og hýðið tekið af á eftir), lúka bláber, lúka baunaspírur, 1/2 granatepli, nokkur jarðaber. 500 g kjúklingabringur kryddaðar með tandoorikryddi og steiktar í olíu á pönnu. Hnetur yfir.
Dressing: olía, balsamedik, dijon sinnep, hunang, salt og pipar. Þeytt saman.
☀️
#sumarferðalag15/15 — SALÖT — AKUREYRI — PAVLOVUR — ÁSTHILDUR —
— SUMARLEGT SALAT OG PAVLOVA —