Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmen og rósmarín
Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Með tómatsúpu í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var súrdeigsbrauðhleifur sem var, satt best að segja, aðeins of góður því gestirnir voru sammála um að erfitt væri að hemja sig.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín (uppskrift fyrir tvö meðalstór brauð)

1200 g hveiti
750 ml vatn
350 g súrdeigsgrunnur
35 g sjávarsalt
1 teskeið rósmarín
1 teskeið kúmenfræ

Blandið hveiti, vatni og súrdeigsgrunni saman í skál þannig að allt hveitið blandist vel.
Látið standa með röku viskastykki ofan á skálinni í 30 mín til 1 klst.
Þetta ferli kallast autolyse og kemur hefuninni af stað og auðveldar hnoðunina.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið saltið og kryddin í deigið og hnoðið áfram í u.þ.b. 10-15 mín.
Deigið ætti að vera frekar klístrað, en reynið að ná því í kúlu og setjið í hreina skál.
Leggið rakt viskastykki yfir og látið hefast í 3-4 tíma eða þangað til deigið hefur stækkað um tæplega helming.
Takið deigið varlega úr skálinni og mótið það í kúlu (gott að horfa á myndbönd á youtube um sourdough bread shaping).
Setjið deigið á hvolf í hefunarkörfu eða skál með viskastykki ofan í með hveiti svo að deigið festist ekki.
Látið hefast í kæli yfir nótt eða við herbergishita í u.þ.b. 4 klst.
Stillið ofninn á 250° og látið pottinn sem baka skal í hitna með ofninum.
Takið deigið varlega úr hefunarkörfunni og setjið í heitan pottinn.
Gott er að skera með rakvélarblaði ofan á deigið, það er gert til að hleypa lofti úr deiginu þegar það bakast, en einnig fyrir útlitið.
Bakið í pottinum með loki á við 250°C í 20 mínútur. Takið síðan lokið af pottinum og bakið á 220°C í u.þ.b. 5-10 mín., eða þangað til brauðið er gyllt og örlítið byrjað að brenna.
Látið standa í a.m.k. 45 mín. áður en skorið er í brauðið.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.