Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmen og rósmarín
Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Með tómatsúpu í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var súrdeigsbrauðhleifur sem var, satt best að segja, aðeins of góður því gestirnir voru sammála um að erfitt væri að hemja sig.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín (uppskrift fyrir tvö meðalstór brauð)

1200 g hveiti
750 ml vatn
350 g súrdeigsgrunnur
35 g sjávarsalt
1 teskeið rósmarín
1 teskeið kúmenfræ

Blandið hveiti, vatni og súrdeigsgrunni saman í skál þannig að allt hveitið blandist vel.
Látið standa með röku viskastykki ofan á skálinni í 30 mín til 1 klst.
Þetta ferli kallast autolyse og kemur hefuninni af stað og auðveldar hnoðunina.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið saltið og kryddin í deigið og hnoðið áfram í u.þ.b. 10-15 mín.
Deigið ætti að vera frekar klístrað, en reynið að ná því í kúlu og setjið í hreina skál.
Leggið rakt viskastykki yfir og látið hefast í 3-4 tíma eða þangað til deigið hefur stækkað um tæplega helming.
Takið deigið varlega úr skálinni og mótið það í kúlu (gott að horfa á myndbönd á youtube um sourdough bread shaping).
Setjið deigið á hvolf í hefunarkörfu eða skál með viskastykki ofan í með hveiti svo að deigið festist ekki.
Látið hefast í kæli yfir nótt eða við herbergishita í u.þ.b. 4 klst.
Stillið ofninn á 250° og látið pottinn sem baka skal í hitna með ofninum.
Takið deigið varlega úr hefunarkörfunni og setjið í heitan pottinn.
Gott er að skera með rakvélarblaði ofan á deigið, það er gert til að hleypa lofti úr deiginu þegar það bakast, en einnig fyrir útlitið.
Bakið í pottinum með loki á við 250°C í 20 mínútur. Takið síðan lokið af pottinum og bakið á 220°C í u.þ.b. 5-10 mín., eða þangað til brauðið er gyllt og örlítið byrjað að brenna.
Látið standa í a.m.k. 45 mín. áður en skorið er í brauðið.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur. Fátt er betra sem lítill munnbiti með góðum kaffisopa en góðar alvöru trufflur. Vandamálið er kannski það að góðar trufflur eru svo góðar að ein truffla endar oftast í fimm, tíu eða fimmtán....