Handaband – ein hönd er betri en tvær

Handaband - ein hönd er betri en tvær kurteisi borðsiðir heilsað heilsast ediquette
Handaband – ein hönd er betri en tvær

Handaband – ein hönd er betri en tvær

Flestir kjósa stutt handabönd. Að heilsa manneskju með handabandi tekur að hámarki 3 sekúndur en þær sekúndur eru afar mikilvægar og segja margt um okkur.

Ein hönd er betri en tvær. Það er engin ástæða til að leggja vinstri höndina yfir þegar þú hefur tekið í höndina á annari manneskju eða á öxl viðkomandi. Vinstri höndin á þó að vera sýnileg og hvorki vera í vasanum né fyrir aftan bak.

FLEIRI BORÐSIÐAFÆRSLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)