Hópurinn sem stendur að The Raven’s Kiss á NorðAustur. F.v. Ragnar Jónsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bergþór Pálsson, Albert Eiríksson, Sóley þrastardóttir, Evan Fein, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Óviðjafnanlegt sushi á Íslandi er á Seyðisfirði
Á efri hæðinni á Hótel Öldu er Norðaustur Sushi Bar. Maður reynir ekkert að koma í orð þessari einstöku reynslu. Þið bara verðið að gera ykkur ferð þangað til að bragða herlegheitin. „Besta sushi á Íslandi”, „loksins fékk ég gott sushi”, „loksins skil ég fólk sem elskar sushi“ voru setningar sem heyrðust í okkar hópi.
Reykt bleikja, yuzu skyr, sólseljuolía, silungahrogn og kapersJapanskur djúpsteiktur kjúklingurStökksteiktur þorskur, laukur, lárpera, alfalfa spírur og mæjó. Sterk-krydduð laxarúlla með tempúra flögum og lárperu. Borið fram með íslensku wasabíKókos-chia búðingur og súkkulaðimús
Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.
Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.