Auglýsing
Sólveig Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson á Nielsen restaurant EGILSSTAÐIR VEITINGAHÚS KAFFIHÚS
Sólveig Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson á Nielsen restaurant

Nielsen restaurant á Egilsstöðum

Kári Þorsteinsson var yfirkokkur á Dill, þeim fína Michelin stjörnu stað, en flutti til Egilsstaða í vor ásamt konu sinni, Sólveigu Bjarnadóttur, sem er ættuð þaðan. Má segja að nú sé kominn ferskur heimsborgarablær í matargerð á Austurlandi með opnun Nielsen restaurant á Egilsstöðum. Hér er allt í fínlegu jafnvægi og gælt við bragðlaukana með fersku árstíðabundu hráefni.

.

NIELSENEGILSSTAÐIRKÁRI ÞORSTEINSSONÍSLANDÍSLENSKTMICHELINBORGARFJÖRÐUR EYSTRIVALLANES

.

Espresso á Nielsen

Nánast allt hráefni sem notað er á Nielsen er af svæðinu, t.d. hefur verið á boðstólum hreindýra-tartar (veitt af kokkinum sjálfum), bygg, kryddjurtir og grænmeti frá Vallanesi, ferskostur og skyr frá Fjóshorninu við Egilsstaðabýlið, fiskur frá Borgarfirði eystra og villibráð af Austurlandi,. Strákarnir í eldhúsinu fara svo og sækja ýmsar jurtir út í náttúrunni svo sem hvönn, lerki, rabarbara o.m.fl.

Húsnæðið er sérlega fallegt og þar er yndislegur pallur sem dásamlegt er að sitja á í góðu veðri.

Nauta-carpaccio með fáfnisgrasmajonesi, sýrðum rauðrófum og klettasalati

Fyrst fengum við nauta-carpaccio frá Breiðavaði úr fillet, með fáfnisgrasmajonesi, sýrðum rauðrófum, klettasalati sem hafði verið tekið upp 45 mínútum áður frá Eymundi í Vallanesi og Gelli, sem er ferskostur frá Egilsstaðabúinu.

Brakandi ferskur villtur lax með jógúrt, dill brauðraspur með súrsætri dillolíu.

Brakandi ferskur villtur lax frá Kirkjubæ rétt ofan við Lagarfossvirkjun, með jógúrt frá Fjóshorninu og dill brauðraspur með súrsætri dillolíu.

Bygg-risotto

Bygg-risotto þar sem byggið er maltað (súrsað í mysu og brúnað í ofni við vægan hita), sem gerir það ennþá bragðmeira, Gelli og skyri.

Kjúklingur á kremuðu byggi og bakaður hvítlaukur með fáfnisgrasolíu og grænkáli

Kjúklingur á kremuðu byggi og bakaður hvítlaukur (eldaður yfir nótt á lágum hita) með fáfnisgrasolíu og grænkáli frá Vallanesi. Sósan var úr mysu og kjúklingasoði. Þetta bragðaðist einkar vel, kjúklingurinn stökkur að utan og sósan lystileg.

Lamba-prime, blómkálsmauk og brúnað hnúðkálsmauk

Lamba-prime, blómkálsmauk og brúnað hnúðkálsmauk, gerjað hnúðkál í sneiðum, kartöflur frá Skógargerði og grænkál. Dúnmjúkt lambið var sælgæti og jafnvægi gott.

Ný ýsa með súrsaðri hvönn, byggi og rabarbaramauki sem var blandað í repjuolíu, sósan er mysu-basil dressing.

Ný ýsa frá Borgarfirði eystra með súrsaðri hvönn, byggi frá Vallanesi og rabarbaramauki sem var blandað í repjuolíu, sósan er mysu-basil dressing. Einstaklega vel eldað og ljúffengt.

Frískandi kerfils-sorbet sem gefur lakkrísbragð, á bökuðu hvítu súkkulaði, þurrkuð jarðarber og basilolía ofan á.

Frískandi kerfils-sorbet sem gefur lakkrísbragð, á bökuðu hvítu súkkulaði, þurrkuð jarðarber og basilolía ofan á.

Súkkulaði saltkaramella, mjólkurís frá Skúbb og lerkiolía ofan á.

Súkkulaði saltkaramella, mjólkurís frá Skúbb og lerkiolía ofan á.

Skyr-ganache, bakað hvítt súkkulaði undir, rabarbaramauk og fáfnisgrasolía.

.

NIELSENEGILSSTAÐIRKÁRI ÞORSTEINSSONÍSLANDÍSLENSKTMICHELINBORGARFJÖRÐUR EYSTRIVALLANES

NIELSEN RESTAURANT

Auglýsing