Hópurinn sem stendur að The Raven’s Kiss á NorðAustur. F.v. Ragnar Jónsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bergþór Pálsson, Albert Eiríksson, Sóley þrastardóttir, Evan Fein, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Óviðjafnanlegt sushi á Íslandi er á Seyðisfirði
Á efri hæðinni á Hótel Öldu er Norðaustur Sushi Bar. Maður reynir ekkert að koma í orð þessari einstöku reynslu. Þið bara verðið að gera ykkur ferð þangað til að bragða herlegheitin. „Besta sushi á Íslandi”, „loksins fékk ég gott sushi”, „loksins skil ég fólk sem elskar sushi“ voru setningar sem heyrðust í okkar hópi.
Reykt bleikja, yuzu skyr, sólseljuolía, silungahrogn og kapersJapanskur djúpsteiktur kjúklingurStökksteiktur þorskur, laukur, lárpera, alfalfa spírur og mæjó. Sterk-krydduð laxarúlla með tempúra flögum og lárperu. Borið fram með íslensku wasabíKókos-chia búðingur og súkkulaðimús
Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.