Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið? þjóðtrú hjátrúin matarborð hjátrú ólán ólukka má hvers vegna ekki sultur í bæinn svengd hungur söngur
Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið? 

Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa:

If you sing at your table
and dance by your bed
you’ll have no rest
when you are dead

Lauslega þýtt myndi þetta útleggjast: „Ef þú syngur við borðið og dansar við rúmið færðu enga ró eftir dauðann.“

Eins og með marga aðra þjóðtrú er vandsvarað hvers vegna hjátrúin um að syngja við matarborðið varð til. Ef til vill er þó matarborðið í huga hins hjátrúarfulla nokkurs konar helgistaður sem beri að umgangast af virðingu. Þar neyta menn guðs gjafa og eiga að sýna almættinu þakklæti sitt með því að haga sér vel. Séu menn með ólæti, svo sem að syngja, hefnir það sín með einhverri ógæfu. Hjátrú af þessu tagi hefur líka uppeldislegt gildi og kennir börnum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.

 BORÐSIÐIR/KURTEISI HJÁTRÚ

.

Kjötbollur með kartöflum, grænum baunum lausksósu og fleiru

Margs konar önnur hjátrú tilheyrir borðhaldi

Sagt er að sæti fólks við matarborðið ráði miklu um hverjum það giftist og hvenær. Sitji til dæmis ógift stúlka milli tveggja bræðra giftist hún ekki fyrr en eftir sjö ár. Það sama á við um ókvænta menn sitji þeir milli systra. Þeir sem eru ólofaðir og sitja upp við borðfót mega einnig búast við að giftast ekki í sjö ár en séu menn svo óheppnir að sitja með borðfót milli fótanna giftast þeir aldrei eða fá ekki þá sem þeir vilja. Sumir segja reyndar að þeir muni ganga í hjónaband en eignist óþolandi tengdamóður. Þeir sem setjast við borðshorn giftast ekki næstu sjö árin og setjist ókvæntur maður við enda borðs verður hann að vera trúlofaður í sjö ár áður en hann kvænist. Setjist stúlka við borðsenda eignast hún rangeygðan mann. Ekki er heldur æskilegt að setjast upp á matarborðið, sérstaklega séu menn ólofaðir. Þeir sem gera það pipra eða kvænast að minnsta kosti ekki næsta árið.

Þá má líka nefna að sé hnerrað við matarborðið er von á gesti. Einnig er talið óæskilegt að setja skó upp á borð því að það leiði til ófriðar. Stundum er sagt að ljúki menn við matinn sinn verði gott veður næsta dag. Aðrir segja að það nægi að klára brauðið.

Liggi hnífar í kross á matarborði boðar það ógæfu en liggi gaffall og hnífur í kross veit það á vinslit þeirra tveggja sem næst þeim sitja. Missi menn hins vegar gaffal á gólfið giftast þeir ekki næsta árið en stingist gaffallinn í gólfið og standi þar fastur upp á endann boðar það feigð. Sá sem fær óvart tvo gaffla við diskinn eignast tvíbura.

*Vísindavefurinn

 BORÐSIÐIR/KURTEISI HJÁTRÚ

— AF HVERJU ER BANNAÐ AÐ SYNGJA VIÐ MATARBORÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.