Einföld bláberjakaka

Einföld bláberjakaka halldóra eiríksdóttir möndlumjöl bláber baka baka haframjöl einföld Fáskrúðsfjarðarglasið sem sést í á efstu myndinni var framleitt þegar minnst var 1100 ára Íslandsbyggðar árið 1974 glös fáskrúðsfjöðrur afmæli
Einföld bláberjakaka

Einföld bláberjakaka

Holl og góð bláber í köku, nýkomin úr ofninum borin fram með ís – það er eitthvað. Það er engu líkara en sumar konur finni á sér að von sé á gestum. Við rákum inn nefið hjá Halldóru systur minni sem var að baka bláberjaköku, bara sísona…  Við fengum okkur vel af kökunni góðu og svo sendi hún söngfuglunum á Seyðisfirði afganginn.

— BLÁBERJAUPPSKRIFTIR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHALLDÓRA

.

Einföld bláberjakaka

Einföld bláberjakaka

1 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
3 dl haframjöl
2 dl möndlumjöl
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
200 g bráðið smjör
300 g fersk bláber eða meira

Bland hveiti, sykri, haframjöli, möndlumjöli, matarsóda og salti saman í skál. Setjið bráðið smjör út í og hrærið saman. Deigið á að vera sundurlaust.
Setjið 2/3 af deiginu í smurt eldfast form.
Dreifið en þjappið ekki, setjið bláberin yfir.
Dreifið restinni af deiginu yfir berin.
Bakið við 180°C í um 20 mín. eða þangað til yfirborðið er orðið fallega brúnt.

Fáskrúðsfjarðarglasið sem sést í á efstu myndinni. Annars er ég að safna svona glösum ef þið vitið um

.

— BLÁBERJAUPPSKRIFTIR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHALLDÓRA

— EINFÖLD BLÁBERJAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.