Einföld bláberjakaka
Holl og góð bláber í köku, nýkomin úr ofninum borin fram með ís – það er eitthvað. Það er engu líkara en sumar konur finni á sér að von sé á gestum. Við rákum inn nefið hjá Halldóru systur minni sem var að baka bláberjaköku, bara sísona… Við fengum okkur vel af kökunni góðu og svo sendi hún söngfuglunum á Seyðisfirði afganginn.
— BLÁBERJAUPPSKRIFTIR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — HALLDÓRA —
.
Einföld bláberjakaka
1 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
3 dl haframjöl
2 dl möndlumjöl
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
200 g bráðið smjör
300 g fersk bláber eða meira
Bland hveiti, sykri, haframjöli, möndlumjöli, matarsóda og salti saman í skál. Setjið bráðið smjör út í og hrærið saman. Deigið á að vera sundurlaust.
Setjið 2/3 af deiginu í smurt eldfast form.
Dreifið en þjappið ekki, setjið bláberin yfir.
Dreifið restinni af deiginu yfir berin.
Bakið við 180°C í um 20 mín. eða þangað til yfirborðið er orðið fallega brúnt.
.
— BLÁBERJAUPPSKRIFTIR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — HALLDÓRA —
.