Indverskur kjúklingur Aðalbjargar
Eftir fjörugan fund hjá Kvenfélagi Húsavíkur bauð formaðurinn, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Ragnar eiginmaður hennar, okkur í sérdeilis góðan kjúklingarétt með indversku ívafi og súkkulaðimús á eftir.
— INDLAND — KJÚKLINGUR — HÚSAVÍK — SÚKKULAÐIMÚS —
.
Indverskur kjúklingur Aðalbjargar
8 kjúklingabringur skornar í hæfilega litla bita. Steikt uppúr kókosolíu. Curry-paste og karrý hitað í olíunni áður en kjúklingurinn er sett út í ca 4 cm af engifer, börkur af einu lime og safi hálfu lime út í.
Kryddið með vel af kanil, papriku, tandoori, grænmetiskrafti, salti og chillipipar. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma hunanginu – um 2 msk. og að lokum rúmlega hálfur lítri af rjóma og hann sýður bara aðeins niður hægt að setja maizena en mér finnst persónulega betra að sósan sé fyllri af bragði þannig að þurfi ekki að þykkja hana – ég finn alltaf aukabragð og aukaáferð ef maizena er notað.
Má gera þennan rétt með mangochutney í stað hunangs. Eins hef ég oft gert svipað og skorið epli í þunnar sneiðar og steikt upp úr smjöri og kanil – smjörsteikt sveppi og sett út í þgar borið fram – það er líka suddalega gott. Svo auðvelt að eiga við kjúkling það er hægt að gera allt.
— INDLAND — KJÚKLINGUR — HÚSAVÍK — SÚKKULAÐIMÚS —
.
.
— INDLAND — KJÚKLINGUR — HÚSAVÍK — SÚKKULAÐIMÚS —
— INDVERSKUR KJÚKLINGUR AÐALBJARGAR —
.