
Kaffijógúrtkökur
120 g sykur
150 g smjör
3 egg
160 hveiti
2 tsk lyftiduft
smá salt
3 msk kalt kaffi eða svipað magn af kaffijógúrt
Smjör og sykur þeytt vel saman. Eggjunum bætt í einu og einu, hrært í hálfa mínútu á millli. Sett í muffinsform og bakað í ca. 15 mín á 200°C.
Okkur finnst gott að setja ofan á þær smjörkem með kaffi.
Kaffijógúrtkökurnar voru á boðstólnum í glæsilegu kaffiboði hjá Boggu á Núpi
.
— KAFFIBOÐ — MUFFINS — BOGGUUPPSKRIFTIR —
.
