Kúmen

Kúmen príma Grasnytjar eftir Björn Halldórsson gísli magnússon hlíðarendi fljótshlíð kúmensnúðar prima vísi-gísli útbreiðsla kúmens á íslandi tímaritið hlín
Kúmen

Kúmen

Kúmen er vel þekkt í eldamennsku, bakstri, ilmvatnsgerð og vínframleiðslu. Kúmensnúðar voru afar vinsælir í minni barnæsku. Kúmenplantan er um 20-50 cm há og blómstrar hvítum blómum fyrrihluta sumars. Gísli Magnússon, kallaður Vísi-Gísli* flutti plöntuna inn um 1660 og ræktaði hana þar sem hann bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð** Samkvæmt Flóru Íslands hefur kúmenið vaxið hæst yfir sjó í Mývatnssveit í um 270-280 metra hæð.

KÚMENGRASNYTJARILMVATNKÚMENSNÚÐARSKÁLHOLTBISKUP

.

„Það er alkunnugt að kúmen er mjög útbreitt um land alt, og hefur lengi verið svo að segja eina kryddið, sem hefur verið til að dreifa hjá íslenskum húsmæðrum, enda hafa þær notað sjer það óspart, haft það í lummur, í kaffi, í slátur, í ofnbrauð, og allsstaðar er það til bóta, keimgott og bragðmikið, eins og allar jurtir, sem vaxa svo norðarlega. Það ætti að rækta kúmen á hverju einasta íslensku heimili, en hafa hemil á því, svo það fari ekki út um alt tún, það þykir ekki bæta fóðurgrösin” Tímaritinu Hlín frá 1932

Í bókinni Grasnytjar eftir Björn Halldórsson kemur fram að kúmen hafi verið notað gegn ýmsum kvillum, meðal annars lifrarbólgu og gulu. Einnig segir hann kúmen vindeyðandi og þvagaukandi ásamt því að styrkja maga og auka mjólk í brjóstum.

Útbreiðsla kúmens á Íslandi. Höf. Hörður Kristinsson (2007)

*Gísli Magnússon sýslumaður (1621-1696), oft nefndur Vísi-Gísli, ræktaði kúmen á Hlíðarenda í Fljótshlíð og þaðan hefur það breiðst út. Vísi-Gísli var mikill áhugamaður um garðrækt og annað það sem hann taldi geta orðið landinu til heilla. Hann stundaði miklar garðyrkjutilraunir á Hlíðarenda í Fljótshlíð og síðar í Skálholti hjá tengdasyni sínum, Þórði Þorlákssyni biskupi. Hann pantaði fræ frá útlöndum, ræktaði yfir 30 tegundir og náði meðal annars góðum árangri við ræktun á byggi, kúmen og hör.

**Ágúst H. Bjarnason 1994

KÚMENGRASNYTJARILMVATNKÚMENSNÚÐARSKÁLHOLTBISKUP

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.