Dýrmætar samverustundir
Í allri snjalltækni nútímans eru samverustundir dýrmætar, ekki síður en messukaffið í gamla daga. Margir einangrast í stafrænum heimi, líkt og gerðist á öldum áður, þegar allt snerist um sjálfsþurftarbúskap og fjölmiðlar og netsamskipti voru með öllu óþekkt.
Dregið hefur úr því að fólk „reki inn nefið” og þiggi veitingar, enda eiga fáir nokkrar tegundir af kaffimeðlæti í búrinu, eins og formæður okkar. Nú tilkynna flestir komu sína með einhverjum fyrirvara, sem er í sjálfu sér ágæt þróun. Þá gefst tækifæri til að undirbúa komuna, leggja á borð og útbúa eitthvað á borðið.
.
— KAFFISOPI — SAMVERUSTUNDIR — SKÚFFUKÖKUR — RANDALÍN —
.
Annars er gott að minna sig reglulega á að það þarf ekkert sérstakt tilefni til að bjóða fólki heim. Við getum m.a.s. boðið fólki að borða með okkur með stuttum fyrirvara án þess að því fylgi mikið umstang, nema að elda aðeins meira en ella. Heimilismatur er alltaf vel þeginn.
Notaleg samvera með léttum og skemmtilegum umræðum getur aðeins gert okkur gott, við sleppum auðvitað baktali eða því neikvæða og höldum sjúkrasögum í algjöru lágmarki. Það er í alla staði gefandi að hitta gott fólk og spjalla um daginn og veginn á uppbyggilegum nótum.
— SKÚFFUKAKAN GÓÐA —
.
.
.