Undurgott Tiramisu – það besta í Róm

Undurgott Tiramisu - Bergþóra Aradóttir og Gunnar Bogason Maranega það besta í Róm Blómatorg í Róm, Campo di fiori lady fingers mascarpone ítalía ítalskur matur
Undurgott Tiramisu á Blómatorginu í Róm

Tiramisu

Á Blómatorginu í Róm, Campo di fiori, er það besta Tiramisu sem ég hef smakkað á Maranega. Til að gera langa Tiramisúsögu stutta þá fékk ég að vita aðferðina. Þar er aðeins notað gæðakaffi, ekkert vín og eggjarauður, en oftast eru eggjahvítur og eggjarauður.

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

.

Tiramisu

Lady fingers

2 dl espresso kaffi

4 eggjarauður

50 g sykur (ca 2 msk)

1 dós mjúkur Mascarpone

ca 1 msk kakó

Vætið Lady fingers upp úr espresso kaffi (þær þurfa ekki að blotna í gegn) og leggið í form. Þeytið eggjarauðurnar ljósar og léttar með sykri. Bætið mascarpone út í og þeytið áfram.  Hellið yfir kökurnar og sigtið kakó yfir. Best er að láta þetta standa í klst í ísskáp. Tilbúið. Og stendur fyrir sínu í öllum sínum einfaldleika.

.

Bergþóra og Gunnar fá Tiramisu á Maranega

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

— BESTA TIRAMISUIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.

Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans

Draumur forsetans. Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur.  Í bókinn má er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Sítrónukjúklingur

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur er unaðslega góður. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.