Undurgott Tiramisu – það besta í Róm

Undurgott Tiramisu - Bergþóra Aradóttir og Gunnar Bogason Maranega það besta í Róm Blómatorg í Róm, Campo di fiori lady fingers mascarpone ítalía ítalskur matur
Undurgott Tiramisu á Blómatorginu í Róm

Tiramisu

Á Blómatorginu í Róm, Campo di fiori, er það besta Tiramisu sem ég hef smakkað á Maranega. Til að gera langa Tiramisúsögu stutta þá fékk ég að vita aðferðina. Þar er aðeins notað gæðakaffi, ekkert vín og eggjarauður, en oftast eru eggjahvítur og eggjarauður.

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

.

Tiramisu

Lady fingers

2 dl espresso kaffi

4 eggjarauður

50 g sykur (ca 2 msk)

1 dós mjúkur Mascarpone

ca 1 msk kakó

Vætið Lady fingers upp úr espresso kaffi (þær þurfa ekki að blotna í gegn) og leggið í form. Þeytið eggjarauðurnar ljósar og léttar með sykri. Bætið mascarpone út í og þeytið áfram.  Hellið yfir kökurnar og sigtið kakó yfir. Best er að láta þetta standa í klst í ísskáp. Tilbúið. Og stendur fyrir sínu í öllum sínum einfaldleika.

.

Bergþóra og Gunnar fá Tiramisu á Maranega

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

— BESTA TIRAMISUIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki