Blábjörg á Borgarfirði eystra
Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á Borgarfirði eystra fyrir nokkrum árum og breyttu í glæsilega gistiheimilið Blábjörg. Þau eru hvergi nærri hætt, eru með fullt af góðum hugmyndum. Næsta stóra verkefni er að stækka spa-ið, útbúa sjópott í flæðarmálinu og laga því næst gamla kaupfélagshúsið. Við dvöldum á Blábjörgum í góðu yfirlæti um helgina, elduðum mat fyrir gesti á hjónahelgi og nutum fádæma veðurblíðu.
.
Frá Borgarfirði Borgfirðingum
bestu vinarósk ég færi:
Haust og vetur, vor og sumar
veðurblíðan gleðji og næri.
Höf. Páll Bergþórsson
–
— HÓTEL BLÁBJÖRG Á BORGARFIRÐI —
–