Eplaterta með söxuðum möndlum

Eplaterta með söxuðum möndlum eplakaka kaka terta kaffimeðlæti epli græn epli soðin epli
Eplaterta með söxuðum möndlum

Eplaterta með söxuðum möndlum

6 – 8 græn epli
250 g smjör, við stofuhita
2/3 b sykur
2 egg
2 b hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 dl möndlur
1 tsk kanill

Afhýðið eplin, skerið þau í bita og sjóðið í vatni í 3 mín. Hellið á sigti. Þeytið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjum og loks þurrefnunum. Setjið helminginn af deiginu í form, jafnið því út, setjið soðnu eplin ofan á og loks restina af deiginu og dreifið yfir eplin. Saxið möndlurnar gróft og blandið kanil saman við. Dreifið yfir deigið. Bakið við 170° í 25-30 mín.

EPLATERTUR

.

Eplaterta með söxuðum möndlum

EPLATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave