Matur er manns gaman – eða er það maður er manns gaman?

Kaffiborð

Matur er manns gaman – eða er það maður er manns gaman?

Það lærist með árunum að fara ekki banhungraður á tónleika eða í leikhús. Gaulandi garnir bæta ekki góða tónleika eða hjálpa leikurum í leikhúsinu. Það getur aukið ánægju góðrar leikhúsferðar að hittast áður eða á eftir og fá sér svolítið að borða. Þarf ekki að vera fullkomin máltíð. Ýmsir smáréttir eru hentugir, smáréttir sem hægt er að undirbúa áður.

SMÁRÉTTIRLEIKHÚSTÓNLEIKARKLÚBBARÉTTIR

Kaffi og gott meðlæti á alltaf vel við

Klúbbar eru bæði margir og fjölbreyttir. Í flestum er þó boðið upp á eitthvað matarkyns, enda gott að taka hlé frá fundarefninu og fá sér hressingu. Það er kjörið að nýta slíkar samkundur til að prófa nýja rétti. Gott er að hafa í huga að veislan, hver sem hún er, verður hvorki betri né glæsilegri eftir því sem veitingarnar eru fjölbreyttari. Ágætt að hafa fáar, en góðar tegundir og bjóða alltaf upp á eitthvað ósætt.

Sem endranær er skipulagið mikilvægt. Ef tími er knappur áður en gestir koma eða áður en haldið er af stað á viðburðinn, þarf að gera ráðstafanir svo ekki verði óþarfa stress á síðustu stundu. 

Maður er manns gaman eins og þar stendur. Njótum samveru með góðu fólki, fólki sem hefur góð og bætandi áhrif á okkur. Eyðum ekki orku í hina hahaha!

Það getur aukið ánægju góðrar leikhúsferðar að hittast áður eða á eftir og fá sér svolítið að borða. Ýmsir smáréttir eru hentugir, smáréttir sem hægt er að undirbúa áður.

SMÁRÉTTIRLEIKHÚSTÓNLEIKARKLÚBBARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.