Matur er manns gaman – eða er það maður er manns gaman?
Það lærist með árunum að fara ekki banhungraður á tónleika eða í leikhús. Gaulandi garnir bæta ekki góða tónleika eða hjálpa leikurum í leikhúsinu. Það getur aukið ánægju góðrar leikhúsferðar að hittast áður eða á eftir og fá sér svolítið að borða. Þarf ekki að vera fullkomin máltíð. Ýmsir smáréttir eru hentugir, smáréttir sem hægt er að undirbúa áður.
— SMÁRÉTTIR — LEIKHÚS — TÓNLEIKAR — KLÚBBARÉTTIR —
.
Klúbbar eru bæði margir og fjölbreyttir. Í flestum er þó boðið upp á eitthvað matarkyns, enda gott að taka hlé frá fundarefninu og fá sér hressingu. Það er kjörið að nýta slíkar samkundur til að prófa nýja rétti. Gott er að hafa í huga að veislan, hver sem hún er, verður hvorki betri né glæsilegri eftir því sem veitingarnar eru fjölbreyttari. Ágætt að hafa fáar, en góðar tegundir og bjóða alltaf upp á eitthvað ósætt.
Sem endranær er skipulagið mikilvægt. Ef tími er knappur áður en gestir koma eða áður en haldið er af stað á viðburðinn, þarf að gera ráðstafanir svo ekki verði óþarfa stress á síðustu stundu.
Maður er manns gaman eins og þar stendur. Njótum samveru með góðu fólki, fólki sem hefur góð og bætandi áhrif á okkur. Eyðum ekki orku í hina hahaha!
— SMÁRÉTTIR — LEIKHÚS — TÓNLEIKAR — KLÚBBARÉTTIR —
.