Lummur með laxamús

Lummur með laxamús LAX KLATTAR FORRÉTTUR SMÁRÉTTIR
Lummur með laxamús

Lummur með laxamús er kjörinn forréttur, smáréttur eða á hlaðborð.

.

SMÁRÉTTIRLUMMURLAXKLÚBBARÉTTIRLAXAMÚSHLAÐBORÐ

.

Lummur með laxamús

2 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk púðursykur
1/2 tsk salt
3-4 dl (soja)mjólk
1 egg
1 msk matarolía
Blandið öllu saman og hrærið kekkjalaust, þynnið með mjólk ef þarf. Gott er að geyma lummudeig í tvær til fjórar klukkustundir áður en byrjað er á bakstrinum. Steikið lummur á heitri pönnu.

Laxamús
1 dl rjómaostur
1-2 msk rjómi
1 dl reyktur lax (eða silungur)
½ pera
1 msk gráðaostur
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Sprautið eða smyrjið yfir lummurnar og skreytið með peru og laxi.

SMÁRÉTTIRLUMMURLAXKLÚBBARÉTTIRLAXAMÚSHLAÐBORÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á