Elínarkökur

Elínarkökur Methúsalem Methúsalemsson Vopnafjörður Albert og Fanney Hauksdóttir við Hjáleiguna Elín Metúsalemsdóttir burstarfell vopanfjörður vopnafirði hjáleigan Jakobína Soffía Grímsdóttir
Elínarkökur

Elínarkökur

Í eftirminnilegri heimsókn okkar á Bustarfell í Vopnafirði fengum við Elínarkökur. Elín Methúsalemsdóttir var síðasta húsfreyjan í gamla bænum á Bustarfelli. Fanney vert á Hjáleigunni fékk uppskriftina hjá afkomendum Elínar sem minnast hennar þegar þær eru bakaðar og borðaðar, enda hafa allir ættleggir frá henni fengið uppskriftina og bakað kökurnar góðu. Elín lést í júní 2019 og í jarðarförinni hennar var m.a. boðið uppá þessar kökur, sem hún gerði í sinni húsfreyjutíð alltaf fyrir hátíðir. Uppskriftina fékk Elín hjá móður sinni Jakobínu Soffíu Grímsdóttur, eiginkonu Methúsalems Methúsalemssonar.

— VOPNAFJÖRÐURSMÁKÖKURHÚSFREYJAELÍN

.

Elínarkökur

100 g smörlíki
1 b sykur
1 b púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 b hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
100 g suðusúkkulaði saxað.
Hnoðað, búnar til litlar kúlur og aðeins flattar út með fingri. Bakað við 175 gráður C. í 15. mín.

 

Albert og Fanney Hauksdóttir við Hjáleiguna

— VOPNAFJÖRÐURSMÁKÖKURHÚSFREYJAELÍN

— ELÍNARKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.