
Marenstoppar með súkkulaði og jarðarberjum
Í veislu hjá Signýju voru meðal annarra góðra veitinga þessir undurgóðu marengstoppar sem eiga alltaf vel við, hvort sem er á kaffiboði eða eftirréttur. Einnig bauð Signý upp á lauk-, sveppa- og beikonböku og síldarsalat.
— SÍLDARSALÖT — — SIGNÝ SÆM — MARENGS — BÖKUR —
.
Marenstoppar
3 eggjahvítur
100 g sykur
smá edik og
smá vanilludropar.
Þeytið vel saman og setjið á smjörpappír með teskeið eða i sprautupoka til að mynda fallega toppa.
Bakið i 90 mín við 120°C og látið standa i ofninum i góðan tíma.
Bræddu súkkulaði drussað yfir toppana aður en þeir eru bornir fram.
Skreytið með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum. Hentar vel á veisluborðið eða sem eftirréttur.
.



— SÍLDARSALÖT — — SIGNÝ SÆM — MARENGS — BÖKUR —
.