Klassískt skinkubrauð

Klassískt skinkubrauð kristín Pálsdóttir heitur brauðréttur í ofni brauðréttur í ofni heitur réttur í ofni skinka aspas ostur egg brauð
Kristín mágkona mín kom með klassískan heitan skinkubrauðrétt í árlegt fjölskylduboð. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu enda afar vinsæll – ekki síst hjá börnum

Klassískt skinkubrauð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að heitir brauðréttir í ofni er það kaffimeðlæti sem oftast klárast fyrst (ásamt kleinum og flatbrauði). Þó séu til fjölmargar útgáfur af heitum brauðréttum hefur mér alltaf fundist þessi vera einn af þeim fyrstu – alveg klassískur.

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKTKLEINURFLATBRAUÐ

Klassískt skinkubrauð

6-8 samlokubrauðsneiðar

Brauðostur eða Gouda ostur

Eitt skinkubréf (skinka í sneiðum)

1/2 dós aspas í bitum

1 1/4 dl rjómi

1 egg

Skerið skorpuna af brauðinu.
Smyrjið botninn á eldföstu móti með smjörva, leggið brauðsneiðar yfir og einfalt lag af ostsneiðum. Setjið niðurskorna skinku, aspasbita og aftur lag af ostsneiðum þar á.
Hrærið eggi, rjóma og ca 1/2 dl af aspassafa saman með gaffli og hellið jafnt yfir.

Bakið við 200°C í 15-20 mín.

Nokkur lög sungin fyrir matinn. Kristín er þriðja frá hægri, heldur á Bergþóri barnabarni sínu
Hluti af veitingunum

– 🌼 –

— BRAUÐRÉTTIRKLÚBBARÉTTIRPÁLÍNUBOÐÍSLENSKT

— KLASSÍSKT SKINKUBRAUÐ —

🌼🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)

Villuterta

Villuterta. Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi

Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

Sólskinstertu hefur móðir mín bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima var þessi terta var aldrei bökuð á öðrum tíma. Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir. Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift. Gleðilegt sumar