Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk, grænmeti, súpa, blómkál, gulrætur
Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engifer mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.

— GRÆNMETISSÚPURSÚPUR

.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

1/2 laukur

1 dl góð matarolía

3 hvítlauksrif

1-2 kartöflur

1/3 sæt kartafla (eða rúmlega það)

3 gulrætur

1 bolli frosið spínat

og svo það grænmeti sem er til: spergilkál, sellerý, blómkál, gulrófur, frosið blandað grænmeti….

Grænmetiskraftur

1 msk cumin

1 msk kóriander

smá cayanne

salt og pipar

Vatn

1 ds kókosmjólk

Léttsteikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk og loks restinni af hinu grænmetinu. Kryddið og bætið við vatni svo það rétt fljóti yfir. Látið sjóða í 30-40 mín. Bætið út í kókosmjólkinni og maukið með töfrasprota.

.

— GRÆNMETISSÚPURSÚPUR

— GRÆNMETISSÚPA MEÐ KÓKOSMJÓLK —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér