Auglýsing
Kanilís rjómaís ís kanill ísskál ísvél ísgerðarskál austurríki Östereinischer Hof jólaís páskaís Auður G. Eyjólfsdóttir og Hlynur J. Arndal jólaísinn jólaeftirréttur
Auður og Hlynur höfðu aldrei áður smakkað kanelís og voru sammála um hvað hann er góður og jólalegur. Þannig varð þetta þeirra jóladesert

Kanilís

Heiðurshjónin Auður G. Eyjólfsdóttir og Hlynur J. Arndal sögðu mér frá kanilís sem þau fengu fyrst á Östereinischer Hof hóteli í Austurríki fyrir tæplega 30 árum „Kanilísinn er búinn að vera okkar eftirréttur á hverju aðfangadagskvöldi síðan” segir Auður.

❄️

EFTIRRÉTTIRAUSTURRÍKIKANILLRJÓMAÍSJÓLIN

Auglýsing

❄️

Kanilís

5 eggjahvítur
5 eggjarauður
3 msk sykur
2 msk kókospálmasykur
1/2 tsk Bourbon vanillukorn (frá Rapunzel)
2 tsk kanill (3 tsk ef fólk vill mikið bragð)
250-300 ml rjómi

12 makkarónukökur

Kirsuberjasósa

Eggjahvítur stífþeyttar settar til hliðar.
Eggjarauður þeyttar mjög vel saman með sykri, kanil og vanillu.

Rjóminn þeyttur.

Eggjarauðublöndunni er blandað við þeytta rjómann með sleif, stífþeyttu eggjahvítunum blandað varlega saman.

Ísblandan sett í form, en 3 dl af blöndunni eru geymdir því að þeim er blandað við muldar makkarónukökur. Þessu er síðan bætt efst í ísformið og myndar eins og botn í ísinn þegar honum er hvolft.

Við hitum upp kirsuberjasósuna og berum hana fram með ísnum.

Ísinn er einnig hægt að útbúa í ísvél eða ísskál

❄️

EFTIRRÉTTIRAUSTURRÍKIKANILLRJÓMAÍSJÓLIN

— KANILÍS —

❄️❄️