Auglýsing
Kókoskúlur döðlukúlur kókosmjöl appelsínubörkur hráfæði vegan gott með kaffinu sesamfræ kókosmjöl jóla
Kókoskúlur

Kókoskúlur. Þessar eru dásamlegar, algjörlega ómótstæðilegar – tilvalið kaffimeðlæti.  Það er einnig mjög gott að velta kúlunum upp úr kókosmjöli áður en þær eru kældar, já eða blanda saman kókosmjöli og sesam.

DÖÐLURKÓKOSMJÖLHNETUSMJÖRKÚLURVANILLUEXTRAKT

Auglýsing

🎊

Hráefnin í kókoskúlurnar (það er chili sem er ofan á kókosmjölinu)

Kókoskúlur

4 dl döðlur lagðar í bleyti

1 tsk kakó

2 dl kókosmjöl (meira ef döðlurnar eru mjög blautar)

1 tsk vanilla (helst vanilluextrakt)

rifinn börkur af einni appelsínu

2-3 msk hnetusmjör

smá chili

1/3 tsk salt

sesamfræ og kókosmjöl til að velta uppúr

Hellið vatninu af döðlunum, setjið þær í matvinnsluvél og maukið. Bætið við kakói, kókosmjöli, vanillu, hnetusjöri og kryddi og maukið áfram. Setjið síðast appelsínubörkinn og hrærið honum saman við með sleif. Mótið kúlur, veltið þeim upp úr sesamfræjum og kókósmjöli. Kælið.

🎊

— KÓKOSKÚLUR —

🎊