Auglýsing
Glútenlausar amerískar pönnukökur Bjarney Ingibjörg gunnlaugsdóttir lummur hveitilausar klattar glútenfríar lummur ísafjörður
Glútenlausar amerískar pönnukökur Bjarneyjar Ingibjargar

Glútenlausar amerískar pönnukökur

Í dag eru til ýmsar gerðir af glútenlausu hveiti. Kókos-, möndlu-, hrís-, cassava-, tapioca- og bókhveiti ásamt hvítu og grófu hveiti er hæglega hægt að nálgast í öllum helstu matvöruverslunum í dag. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði notar þessar tegundir alla jafna eftir því hvað hún er að baka því þær hafa mismunandi eiginleika og áferð.

BJARNEY INGIBJÖRGGLÚTENLAUSTLUMMUR

Auglýsing

.

Glútenlausar amerískar pönnukökur njóta mikilla vinsælda á heimili Bjarneyjar

Glútenlausar amerískar pönnukökur

Í þessari uppskrift gef ég upp nokkra möguleika en það er allt í lagi að skipta uppgefnu grammi á milli tveggja til þriggja tegunda af hveiti/ mjöli. Kókoshveiti og mjöl er mjög laust í sér og bindur ekki vel saman soppuna og því mæli ég ekki með að það sé notað sem aðaluppistaðan í pönnukökudeiginu. Það hafa nokkuð margar kökur farið í ruslið hjá mér í slíkum tilraunum sem er bara sóun á góðu hráefni.
En að uppskriftinni sjálfri. Hún gefur 12 til 14 pönnukökur svona eftir því hvað maður vill hafa kökurnar stórar. Þær eru mjúkar og djúsí eins og maður vill hafa þær. Ef það verður afgangur (sem er sjaldan) þá er gott að skella þeim í frysti og taka þær fram næsta morgun og setja þær í brauðristina.

Hráefni:
300 g glútenlaust hveiti sem ég skipti t.d. svona:
200 g glútenlaust hvítt hveiti frá Finax
50 g Cassava hveiti (frá Bob´s Red Mill t.d) eða möndlumjöl
50 g Tapioca hveiti (frá Bob´s Red Mill t.d.) eða haframjöl
1 tsk. lyftiduft, kúfull
1 tsk pofiber
1 tsk vanilla
1/2 tsk salt
1 msk hrásykur, kókospálmasykur eða hvítur sykur

1 egg
30 g smjör, brætt
2 1/2-3 dl mjólk – hafra, möndlu, kókos, rice eða venjuleg.
1 msk eplaedik eða 2-3 msk eplamús

Aðferð:
Blanda öllum þurrefnum saman í eina skál.
Bræða smjör og píska egg í meðalstórri skál eða mælikönnu. Setja út í pískaða eggið mjólk, eplaedik eða eplamús og bráðið smjör.
Hella þessu út í skálina með þurrefnunum og hræra þar til soppan er eins og meðalþykkur grautur. Stundum þarf að bæta meiri mjólk við.

Hitið pönnu, bræðið smá smjör og setjið smá slettu af olíu með svo smjörið brenni ekki. Steikið pönnukökurnar þar til þær verða ljósgylltar.
Berið fram með því sem ykkur dettur í hug í það skiptið. Njótið.