Auglýsing
Ketómarengsterta með berjarjóma hvammur ketó bomba keto marengs bláber jarðarber Fáskrúðsfjörður hvammur eiðar
Hafdís Rut Pálsdóttir með Ketómarengstertuna

Ketómarengsterta með berjarjóma

Fáskrúðsfirðingurinn Hafdís Rut er af miklu matar- og dugnaðarfólki komin. Hún er sjúkraliði og vinnur í heimahjúkrun hjá HSA. Um áramótin ákvað Hafdís að taka út sykur og hveiti „ég hef alltaf elskað marenstertur og langaði mig að prufa að gera ketó marens og er hún alger bomba, þvílík snilld.”

Aðspurð segir hún sín helstu afrek, fyrir utan að fæða fjögur börn í heiminn, vera að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni ár eftir ár í hvernig formi sem er. „nú í ár ætla ég að hlaupa í betra formi en áður (hef reyndar heitið því á hverju ári).

Mér finnst ofsalega skemmtilegt að ferðast innanlands og erlendis. Fallegasti staður á landinu er að sjálfsögðu Fáskrúðsfjörður og Hvammurinn minn 😉  og sá næst fallegasti er Eiðar þar sem ég kynntist manninum mínum.”

.

HAFDÍS RUTKETÓMARENGSFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Ketómarengsterta með berjarjóma

Ketómarengsterta

3 eggjahvítur
80 g sukrin gold
1 tsk lyftiduft
Þeytið vel saman. Bakið tvo botna í um klst við 130-150°C
Látið kólna

á milli
1/2 l rjómi
1 dl jarðarber
1 dl bláber

ofan á
1/2 b jarðarber
1/2 b bláber
Salty caramel sósa frá Bætiefnabúllunni

Stífþeytið rjómann og blandið jarðarberjum og bláberjum saman við. Setjið á milli botnanna.
Ofan á fara jarðarber, bláber og Salty Caramel sósa

Hafdís Rut Pálsdóttir með Ketómarengstertuna
Ketómarengsterta með berjarjóma

.

HAFDÍS RUTKETÓMARENGSFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— KETÓMARENGSTERTA —

.

Auglýsing