Bjarnabrauð, maltbrauð með dökku sírópi
Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu rétt vestan við Selfoss bakaði undurgott brauð með malti í um daginn. Grunnuppskriftin er komin til ára sinna en pabbi Guðrúnar Bjarni Þjóðleifsson þróaði hana og betrumbætti. Við hann er brauðið kennt.
— GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — HESPUHÚSIÐ — SELFOSS — BRAUÐ — BABY RUTH TERTAN —
.
BJARNABRAUÐ
50 g pressuger eða 1 pakki þurrger
1 malt 330 ml
hálfur lítri súrmjólk
1 msk salt
hálfur dl dökkt síróp
7 dl rúgmjöl
10-11 dl hveiti
Leysið gerið upp í volgu maltinu og bæta síðan volgri súrmjólkinni út í. Maltið má velgja í örbylgjuofni og súrmjólkina líka en passa þó að tékka á henni og hræra í, ekki láta hana hlaupa í kekki.
Hrærið salti, sírópi og mest öllu mjölinu saman við, geymið smá hveiti til að hnoða upp með.
Hnoðið í skál eða hrærivél þar til deigið er samfellt og gljáandi, stráið mjöli yfir og láta hefast á heitum stað í 1. klst.
Hnoðið aftur og látið á bökunarplötu á smjörpappír og látið hefast í eina klst.
Bakist við 175°C neðst í ofni í 50-60 mínútur.
— GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — HESPUHÚSIÐ — SELFOSS — BRAUÐ — BABY RUTH TERTAN —
.