Bjarnabrauð, maltbrauð með dökku sírópi

Bjarnabrauð, kennt við föður Guðrúnar sem þróaði uppskriftina og betrumbætti Bjarni Hespuhúsið hespa hespa.is selfoss
Bjarnabrauð

Bjarnabrauð, maltbrauð með dökku sírópi

Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu rétt vestan við Selfoss bakaði undurgott brauð með malti í um daginn. Grunnuppskriftin er komin til ára sinna en pabbi Guðrúnar Bjarni Þjóðleifsson þróaði hana og betrumbætti. Við hann er brauðið kennt.

GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — HESPUHÚSIР— SELFOSSBRAUР— BABY RUTH TERTAN

.

Guðrún í Hespuhúsinu með Bjarnabrauð og Baby Ruth tertu fyrir framan sig

BJARNABRAUÐ

50 g pressuger eða 1 pakki þurrger
1 malt 330 ml
hálfur lítri súrmjólk
1 msk salt
hálfur dl dökkt síróp
7 dl rúgmjöl
10-11 dl hveiti

Leysið gerið upp í volgu maltinu og bæta síðan volgri súrmjólkinni út í. Maltið má velgja í örbylgjuofni og súrmjólkina líka en passa þó að tékka á henni og hræra í, ekki láta hana hlaupa í kekki.

Hrærið salti, sírópi og mest öllu mjölinu saman við, geymið smá hveiti til að hnoða upp með.

Hnoðið í skál eða hrærivél þar til deigið er samfellt og gljáandi, stráið mjöli yfir og láta hefast á heitum stað í 1. klst.

Hnoðið aftur og látið á bökunarplötu á smjörpappír og látið hefast í eina klst.

Bakist við 175°C neðst í ofni í 50-60 mínútur.

Guðrún jurtalitar band

GUÐRÚN BJARNADÓTTIR — HESPUHÚSIР— SELFOSSBRAUР— BABY RUTH TERTAN

— BJARNABRAUÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.