Gistihúsið Garðakot – lúxus með Dyrhólaey og Reynisfjöru í bakgarðinum #Ísland

vík í mýrdal Jómfrúrkökur jómfrúarkökur jómfrú smákökur Með húsráðendum í Garðakoti, f.v. Vigfús, Eva Dögg, Albert, Bergþór og Páll Garðakot gisting garðakoti Vigfús Páll Auðbertsson Eva Dögg þorsteinsdóttir dyrhólaey
Með húsráðendum í Garðakoti, f.v. Vigfús, Eva Dögg, Albert, Bergþór og Páll

LÚXUS MEÐ DYRHÓLAEY OG REYNISFJÖRU Í BAKGARÐINUM. 

Í Vík og í grennd er í boði fjölbreytt gisting, allt frá farfuglaheimili upp í stærri hótel, t.d. Hótel Dyrhólaey.

Við völdum að vera í Garðakoti, en þar reka þau sómahjón Eva Dögg og Vigfús geggjað lítið gistihús, sem er upplagt fyrir allt að 8 manna hópa að taka á leigu (líka hægt að bæta við rúmi fyrir krakka og barnarúmi). Þarna er hægt að vera í viku og gera eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi, fjöruferðir, jöklaferðir, zipline, paragliding, söfn og borða góðan mat. Að ógleymdri Reynisfjöru og Dyrhólaey í bakgarðinum.

Guðjóni í Garðakoti
Málverk Evu Daggar af Guðjóni í Garðakoti

Margir kannast við myndina af Guðjóni í Garðakoti sem Ragnar Axelsson tók heimsfræga mynd af og er á bókarkápu „Andlita norðursins“. Í Garðakoti bjó hann ásamt Óskari bróður sínum. Húsið tóku þau Eva og Vigfús í gegn og endurnýjuðu í hólf og gólf á einstaklega smekklegan og hlýlegan hátt. Það er allt fallegt þar inni og smáatriðin gera andrúmsloftið heimilislegt.

GARÐAKOTVÍKFERÐAST UM ÍSLANDEY COLLECTION

.

Í þessu húsi er dásamlegt að dvelja t.d. yfir helgi eða í viku, því að margt er að sjá og skoða í nágrenninu. Kjörið að fara dagsferðir út frá Garðakoti – GARÐAKOT

Gamlar hurðir í nýju hlutverki sem rúmgaflar
Vatnaliljubrot í þvottastykki á baði

Eitt og annað áhugavert í nágrenninu: EY COLLECTION – zipline.is  – trueadventure.is arcanum.iskatlatrack.issmidjanbrugghus.isthesoupcompanyiceland.comSuður-Vík – Vík horse Adventure

Við endurbæturnar á húsinu í Garðakoti fannst blað með uppskrift á

„Þá eru lítil brún blikkmál smurð með smjör og stráð innan í þau ögn af hveiti og það svo stráð úr á aftur og verður eftir það sem tollir í smjörinu. Deigið er svo látið í þessi mót svo sem hálf til ein teskeið í hvert þeirra. Þau svo látin inn í vel heitan ofn og kökurnar bakaðar ljósbrúnar við góðan hita. Sérstklega þarf að gá að því að hitinn sé nógur að neðan svo kökurnar verði ekki of hvítar að neðan þegar þeim er hvolft úr mótunim. Þetta deig má líka setja með teskeið á vel smurða plötu. það er gott að gott að baka þær á þær hátt.

Jómfrúrkökur

300 g smjör
200 g sykur
500 g hveiti
200 g egg
1 tsk hjartarsalt
15 vanilludropar
Hjartarsaltinu er blandað saman við hveitið, smjörið er hálf brætt og hrært með sykrinum þangað til það er orðið hvítt og létt. Þá er einu og einu eggi hrært út í í senn og einni m …“

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.