Rjómabúið Erpsstöðum #Ísland

Þorgrímur guðbjartsson erpsstaðir búðardalur dalirnir erpsstöðum rjómabúið íslenskt skyr ostar ís
Þorgrímur og Páll

Á landnámsjörðinni Erpsstöðum tók á móti okkur Þorgrímur bóndi og mjólkurfræðingur. Hann fór með okkur í fjósið, sýndi og útskýrði mjaltaþjóninn, sem einhver vill kalla mjaltakonuna, og hvernig nútíma fjós virkar. Á Erpsstöðum geta kýrnar gengið inn og út að vild. Hægt er að fylgjast með í gegnum gler þegar kýrnar láta mjólka sig. Þetta eru hamingjusamar kýr, óbundnar og ráða sér sjálfar, farið í greiðslu og nudd þegar þeim sýnist.

ERPSSTAÐIR — FERÐAST UM ÍSLAND

Alvöru þykkt íslenskt skyr
Hallumi ostur
Fíflasíróp
Kýrnar á Erpsstöðum eru frjálsar, geta bæði gengið um í fjósinu og farið út

„Þetta er nú þrifalegasta fjós sem ég hef séð”, sagði Páll.👍 Enda er sjálfvirkur flórmokari sem mokar og skolar af og til.

Framleiðslan úr afurðunum er svo jafn hrein og tær. Meðal þess sem við smökkuðum var ís af ýmsum tegundum (t.d. sítrónu-dill sorbet, jarðarberja-sorbet, rabaraís, o.m.fl.), ostar (t.d. Bríet, þ.e. brie, Hallumi, kúmenostur, gráðostur o.fl.), þykkt skyr, drykkur úr mysu og fjallagrösum, krækiberjum og bláberjum (bragðast ekkert svipað og mysa og best að segja þeim sem hafa fordóma gagnvart mysu ekkert frá því), kex úr fræjum, fjallagrösum og mysu. Þá var nýbúið að sjóða fíflasíróp sem við settum út á ísinn gómsæta ásamt rabarbarasírópinu. Og síðast en ekki síst 45% rjóma. Viljið þið hafa það eitthvað náttúrulegra og hreinna? Hvílíkt lostæti.

Kex úr fræjum, fjallagrösum og mysu

Á Erpsstöðum er búð, auk þess fást vörurnar í Frú Laugu, en einnig er að fara af stað Matarbúðin í Kolaportinu sem mun hafa vörurnar á boðstólum.

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Vísir að dýragarði er á Erpsstöðum. Huðna og kiðlingur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.