Verulega gott á Gott í Vestmannaeyjum #Ísland

Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason tourette gott veitingastaður veitingahús siggi kokkur vestmannaeyjar heimaey
Bergþór og Sigurður kokkur

Verulega gott á Gott í Vestmannaeyjum

Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason tóku heldur betur á mataræði fjölskyldunnar þegar sonur þeirra greindist með Tourette. Eftir nokkra mánuði á hreinum, góðum mat, hurfu einkennin. Eftir metsölumatreiðslubók, og fleiri síðar, opnuðu þau veitingastaðinn Gott í Vestmannaeyjum og síðar stað við Hafnarstræti í Reykjavík.

GOTTVESTMANNAEYJAR — FERÐAST UM ÍSLAND MATUR LÆKNAR  — TOURETTE

.

Þau komust að því að til að matur verði hreinn, þarf að gera nánast allt frá grunni. Vefjurnar eru gott dæmi, Siggi las utan á vefjupakka af ýmsum gerðum og efnasúpan í innihaldslýsingunni var ekki árennileg. Vefjurnar eru því bakaðar úr deigi sem búið er til á staðnum.

En það er ekki út í bláinn að matur þurfi að vera búinn til frá grunni. Hann verður ekki bara hreinn, heldur miklu betri á bragðið. Það er allt svo safaríkt og gott á Gott! Eins og matur á að vera.

Daglega er fiskréttur dagsins, það ferskasta sem til er. Við fengum steiktan þorsk á villisvepparisottói „með betri fiskréttum”

Þetta er mjög einfalt og þarf ekkert að orðlengja: ÞIÐ VERÐIÐ AÐ BORÐA Á GOTT

Eftirrétturinn var ís með því besta karamellukremi sem ég hef á ævi minni smakkað
Barbecue önd í soðbrauði með sýrðum lauk, chiliimajó, granateplum og kartöflukrispí
Ítölsk vefja með kjúklingi GOTT pestói, bræddum osti, hýðishrísgrjónum og aïoli.
Keila með kartöflum, spergilkáli og kaperssósu
Berglind og Siggi auglýstu eftir útsaumi heimamanna til að nota í bakið á bekkjunum sem eru sitt hvoru megin í nýju viðbyggingunni. Borðplatan er gömul hurð og gler ofan á.
Þetta er mjög einfalt og þarf ekkert að orðlengja: ÞIÐ VERÐIÐ AÐ BORÐA Á GOTT

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTT – – ÉTASLIPPURINN – ELDHEIMARLAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINNVISITVESTMANNAEYJAR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.