
Verulega gott á Gott í Vestmannaeyjum
Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason tóku heldur betur á mataræði fjölskyldunnar þegar sonur þeirra greindist með Tourette. Eftir nokkra mánuði á hreinum, góðum mat, hurfu einkennin. Eftir metsölumatreiðslubók, og fleiri síðar, opnuðu þau veitingastaðinn Gott í Vestmannaeyjum og síðar stað við Hafnarstræti í Reykjavík.
— GOTT — VESTMANNAEYJAR — FERÐAST UM ÍSLAND— MATUR LÆKNAR — TOURETTE —
.
Þau komust að því að til að matur verði hreinn, þarf að gera nánast allt frá grunni. Vefjurnar eru gott dæmi, Siggi las utan á vefjupakka af ýmsum gerðum og efnasúpan í innihaldslýsingunni var ekki árennileg. Vefjurnar eru því bakaðar úr deigi sem búið er til á staðnum.
En það er ekki út í bláinn að matur þurfi að vera búinn til frá grunni. Hann verður ekki bara hreinn, heldur miklu betri á bragðið. Það er allt svo safaríkt og gott á Gott! Eins og matur á að vera.

Þetta er mjög einfalt og þarf ekkert að orðlengja: ÞIÐ VERÐIÐ AÐ BORÐA Á GOTT






Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni
Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFUR — GOTT – – ÉTA — SLIPPURINN – ELDHEIMAR – LAVA GUESTHOUSE – SAGNAHEIMAR — LANDLYST – EINSI KALDI – SÆHEIMAR — LANDAKIRKJA — STAFKIRKJA – RIBSAFARI – FUGLASKOÐUNARHÚS – SKANSINN — VISITVESTMANNAEYJAR –