Slippurinn í Vestmannaeyjum #Ísland

Slippurinn. Páll, Bergþór, Gísli Matthías, Sveinn og Albert gísli matt
Slippurinn. Páll, Bergþór, Gísli Matthías, Sveinn og Albert

Slippurinn í Vestmannaeyjum

Maður býst ekki endilega við því að finna einn frumlegasta veitingastað landsins í Vestmannaeyjum, en Slippurinn kemur sannarlega á óvart. Karakterinn er töff, hlýlegur og einfaldur, en Sveinn, þjónninn frábæri úr Bárðardal, sá um að andrúmsloft og húmor væri í lagi. Þegar okkur bar að garði, var langborð með útskriftarveislu. Tilefnin virtust samt af ýmsu tagi, því að þessi stóri staður var sneisafullur, en þjónustan flæddi ótrúlega vel.

Matargerðin er fyrsta flokks hjá honum Gísla Matt, en það var Gísli sem setti á stofn Matur & Drykkur úti á Granda. — FERÐAST UM ÍSLAND.

— VESTMANNAEYJAR —  FERÐAST UM ÍSLAND

Slippurinn. Hægeldað svartfuglsegg með sítruskremi

Hægeldað svartfuglsegg með sítruskremi, smá þurrkuðu lambi og X.O. sósu hljómar ekki bara frumlegt, heldur ætti rétturinn heima á heimsmeistaramóti. Það gera ekki síst hráefnin, en stefnan er að nota hráefni úr „héraði“, tína jurtir og nýta það sem gefst best hverju sinni.

Gísla Matt þakkað fyrir matinn

Slippurinn er fjölskyldufyrirtæki, móðir Gísla Matt, hún Kata Gísla, átti hugmyndina að því að setja staðinn upp í vélsmiðjunni Magna, elsta steinsteypta húsinu í Eyjum, en þau Auðunn voru nýflutt til Eyja aftur og langaði að gera eitthvað spennó. Indíana, systir Gísla sér um framkvæmdastjórn, en í raun má segja að þau séu öll fjögur allt í öllu, enda greinilega með augu á hverjum fingri.

Slippurinn. „poppað” þorskroð með loðnuhrognum

Allt hráefni er eins ferskt og hugsast getur og þar liggur galdur. Samt er það ekki síst neistinn og tilfinningin fyrir jafnvægi sem er í lagi hér. Ef ég væri Michelin njósnari, væri þessi staður kominn með stjörnu núna, út á karakter og matargerð. Það er gott að panta með fyrirvara þegar maður ætlar til Vestmannaeyja, það eru margir búnir að fatta þessa perlu í matargerð á Íslandi.

Slippurinn. Rabarbaramojito
Slippurinn. Vorlaukspönnukökur með hörpuskel
Slippurinn. Flatbrauð með reyktu lambakjöti
Slippurinn. Marineraður karfi
Slippurinn. Humar
Slippurinn. Sólkoli
Slippurinn. Þorskhaus
Slippurinn. Hvítur aspas
Slippurinn. Eftirréttirnir
Bergþór og Sveinn Bárðdælingur

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni— FERÐAST UM ÍSLAND —

Slippurinn í Vestmannaeyjum

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTTÉTASLIPPURINN – ELDHEIMARLAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINNVISITVESTMANNAEYJAR

— VESTMANNAEYJAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.