
SALKA – fjölskylduveitingahús á Húsavík
Oft verður andrúmsloftið persónulegra þegar fjölskyldan rekur veitingastað saman. Slíkan alúðarblæ fundum við á Sölku á Húsavík, sem þau hafa rekið í 20 ár í húsi elsta kaupfélags á Íslandi frá 1882, sem reist var af stórhug rétt fyrir ofan höfnina. Þegar okkur bar að garði fylltu Íslendingar staðinn. Þessu áttu fáir von á í vor og er sannarlega merki um að við kunnum að standa saman þegar á bjátar og erum staðráðin í að fleyta ferðaþjónustunni yfir erfiðan hjalla. En aðsóknin hér ber auðvitað líka vott um gæðin.
—SALKA — HÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.
.

Fiskisúpan var einkar ljúf og bragðgóð, kremað humarsoð frá grunni með rækjum og kræklingi.

Fiskur dagsins var bleikja frá Haukamýri með gulrótar- og appelsínumauki, dillkremi, seljurótarsósu, steiktu grænmeti, hrísgrjónum og smælki.

Þá smökkuðum við nauta-sirloin, bérnaise, franskar og gljáð grænmeti. Strangheiðarlegt.


—SALKA — HÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.
.

