SALKA – fjölskylduveitingahús á Húsavík #Ísland

SALKA - fjölskylduveitingahús á Húsavík birna íris barkardóttir veitingahús kaupfélag þingeyinga veitingastaður veitingahús
Birna Íris Barkardóttir stjanaði við okkur á Sölku

SALKA – fjölskylduveitingahús á Húsavík

Oft verður andrúmsloftið persónulegra þegar fjölskyldan rekur veitingastað saman. Slíkan alúðarblæ fundum við á Sölku á Húsavík, sem þau hafa rekið í 20 ár í húsi elsta kaupfélags á Íslandi frá 1882, sem reist var af stórhug rétt fyrir ofan höfnina. Þegar okkur bar að garði fylltu Íslendingar staðinn. Þessu áttu fáir von á í vor og er sannarlega merki um að við kunnum að standa saman þegar á bjátar og erum staðráðin í að fleyta ferðaþjónustunni yfir erfiðan hjalla. En aðsóknin hér ber auðvitað líka vott um gæðin.

SALKAHÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Fiskisúpan

Fiskisúpan var einkar ljúf og bragðgóð, kremað humarsoð frá grunni með rækjum og kræklingi.

Bleikja frá Haukamýri

Fiskur dagsins var bleikja frá Haukamýri með gulrótar- og appelsínumauki, dillkremi, seljurótarsósu, steiktu grænmeti, hrísgrjónum og smælki.

Nauta-sirloin með Bérnaise

Þá smökkuðum við nauta-sirloin, bérnaise, franskar og gljáð grænmeti. Strangheiðarlegt.

Ferskur mangóís með mangósalsa, sítrus-marengs, þurrkuðum kókos og coolie mangósósu
Volg súkkulaði-brownie með rjóma og berjasósu og ristuðu kexi.

SALKAHÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Stórt skjólsælt útisvæði er við Sölku
Mangóís og Brownies
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.