SALKA – fjölskylduveitingahús á Húsavík #Ísland

SALKA - fjölskylduveitingahús á Húsavík birna íris barkardóttir veitingahús kaupfélag þingeyinga veitingastaður veitingahús
Birna Íris Barkardóttir stjanaði við okkur á Sölku

SALKA – fjölskylduveitingahús á Húsavík

Oft verður andrúmsloftið persónulegra þegar fjölskyldan rekur veitingastað saman. Slíkan alúðarblæ fundum við á Sölku á Húsavík, sem þau hafa rekið í 20 ár í húsi elsta kaupfélags á Íslandi frá 1882, sem reist var af stórhug rétt fyrir ofan höfnina. Þegar okkur bar að garði fylltu Íslendingar staðinn. Þessu áttu fáir von á í vor og er sannarlega merki um að við kunnum að standa saman þegar á bjátar og erum staðráðin í að fleyta ferðaþjónustunni yfir erfiðan hjalla. En aðsóknin hér ber auðvitað líka vott um gæðin.

SALKAHÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Fiskisúpan

Fiskisúpan var einkar ljúf og bragðgóð, kremað humarsoð frá grunni með rækjum og kræklingi.

Bleikja frá Haukamýri

Fiskur dagsins var bleikja frá Haukamýri með gulrótar- og appelsínumauki, dillkremi, seljurótarsósu, steiktu grænmeti, hrísgrjónum og smælki.

Nauta-sirloin með Bérnaise

Þá smökkuðum við nauta-sirloin, bérnaise, franskar og gljáð grænmeti. Strangheiðarlegt.

Ferskur mangóís með mangósalsa, sítrus-marengs, þurrkuðum kókos og coolie mangósósu
Volg súkkulaði-brownie með rjóma og berjasósu og ristuðu kexi.

SALKAHÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Stórt skjólsælt útisvæði er við Sölku
Mangóís og Brownies
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Kartöflusalat með pestói

Kartöflusalat með pestói. Í hlöðugrillinu snæddu gestir holugrillað lambalæri með tveimur tegundum af kartöflusalati. Afsakið að ekki séu í uppskrifinni mál og vog heldur hvað var í salatinu.