Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum

Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum. Nafnið er dregið af fjallinu sem sést í fjarska og heitir Sótahnjúkur

Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum

Soti Lodge er glæsisveitahótel sem var opnað í vor. Sveitahótelið er í gömlu skólahúsi, en hefur verið endurnýjað frá A til Ö sl. tvö ár. Hönnunin hefur tekist sérlega vel, herbergi með útsýni út á Skagafjörð, smekklegt litaval, falleg gólfefni og nýtísku baðherbergi. Þótt hótelið sé „smart“ og vandað, er það látlaust og smekklegt.

SOTI LOGDESKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Setustofan, í glugganum rétt sést í sundlaugina sem er opin gestum

Sveitin er grösug og búsældarleg og hér er unaðslegt að dvelja. Afþreying er af mörgu tagi, t.d. er boðið upp á hestaferðir, helgar-reiðnámskeið, fjallahjólaleiðsögn með jóga, einnig hægt að leigja rafmagnshjól, fjallaskíðaævintýri o.fl.

Innifalið í gistingu var kvöldmatur og morgunmatur. Maður setti sig svolítið í sparigírinn, hvítdúkuð borð, vönduð hnífapör og glös, þykkar servíettur og allt fallega framborið.

Fyrst kom hægeldaður þorskhnakki með fennel, rauðlaukssalati, kartöflumús og ristuðum möndlum og papriku.
Þá fengum við steikt lambafillé úr héraði með bökuðum kartöflum, hægeldaðri gulrót og aspas, pikkluðum rauðlauk, soðgljá og gúrku.
Í eftirrétt var frönsk súkkulaðikaka með ferskum berjum og ís.

SOTI LOGDESKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.