Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum
Soti Lodge er glæsisveitahótel sem var opnað í vor. Sveitahótelið er í gömlu skólahúsi, en hefur verið endurnýjað frá A til Ö sl. tvö ár. Hönnunin hefur tekist sérlega vel, herbergi með útsýni út á Skagafjörð, smekklegt litaval, falleg gólfefni og nýtísku baðherbergi. Þótt hótelið sé „smart“ og vandað, er það látlaust og smekklegt.
— SOTI LOGDE — SKAGAFJÖRÐUR — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.
.
Sveitin er grösug og búsældarleg og hér er unaðslegt að dvelja. Afþreying er af mörgu tagi, t.d. er boðið upp á hestaferðir, helgar-reiðnámskeið, fjallahjólaleiðsögn með jóga, einnig hægt að leigja rafmagnshjól, fjallaskíðaævintýri o.fl.
Innifalið í gistingu var kvöldmatur og morgunmatur. Maður setti sig svolítið í sparigírinn, hvítdúkuð borð, vönduð hnífapör og glös, þykkar servíettur og allt fallega framborið.
— SOTI LOGDE — SKAGAFJÖRÐUR — FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.
.