
„Hjördís systir mín bakar bestu gamaldags vínarbrauð í heiminum!”
þannig hljóðuðu skilaboð sem ég fékk frá Sigurlaugu Margréti er þær systur sátu úti í garði og fengu sér kaffi úr sparibollunum og gæddu sér á vínarbrauði með rabarbarasultu og súkkulaðiglassúr. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskrifina.
— HJÖRDÍS RUT — SIGURLAUG MARGRÉT — VÍNARBRAUÐ — RABARBARASULTA — SÚKKULAÐIGLASSÚR — ÍSLENSKT —
.

Vínarbrauð Hjördísar Rutar
1/2 kg hveiti
180 g sykur
180 g smjör
3 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
Mjólk eftir þörfum (ca 2 dl)
Blandð öllu saman og hnoðIð. Fletjið út í fimm lengjur. Setjið rabarbarasultu á og brjótið hliðarnar yfir að miðju. Bakið við 180°C í 20-25 mín.
Súkkulaðiglassúr
400 g flórsykur
3 góðar matskeiðar kakó
sjóðandi vatn
Setjið lítið vatn í einu þar til passlegt. Smakkið svo hvort þarf aðeins meira af kakói eða flórsykri
Dreifið yfir vínarbrauðin


.
— HJÖRDÍS RUT — SIGURLAUG MARGRÉT — VÍNARBRAUÐ — RABARBARASULTA — SÚKKULAÐIGLASSÚR — ÍSLENSKT —
— VÍNARBRAUÐ MEÐ SÚKKULAÐIGLASSÚR —
.