Vínarbrauð með súkkulaðiglassúr

Vínarbrauð Hjördísar Rutar Líney Kristinsdóttir íslenskt kaffimeðlæti Súkkulaðiglassúr gamaldags vínarbrauð með sultu rabarbarasulta súkkulaðiglassúr sigurlaug margrét jónasdóttir hjördís rut jónasdóttir
Vínarbrauð Hjördísar Rutar

„Hjördís systir mín bakar bestu gamaldags vínarbrauð í heiminum!”

þannig hljóðuðu skilaboð sem ég fékk frá Sigurlaugu Margréti er þær systur sátu úti í garði og fengu sér kaffi úr sparibollunum og gæddu sér á vínarbrauði með rabarbarasultu og súkkulaðiglassúr. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskrifina.

HJÖRDÍS RUT SIGURLAUG MARGRÉTVÍNARBRAUÐRABARBARASULTASÚKKULAÐIGLASSÚRÍSLENSKT

.

Systurnar Hjördís Rut og Sigurlaug Margrét Jónasdætur

Vínarbrauð Hjördísar Rutar

1/2 kg hveiti
180 g sykur
180 g smjör
3 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
Mjólk eftir þörfum (ca 2 dl)

Blandð öllu saman og hnoðIð. Fletjið út í fimm lengjur. Setjið rabarbarasultu á og brjótið hliðarnar yfir að miðju. Bakið við 180°C í 20-25 mín.

Súkkulaðiglassúr
400 g flórsykur
3 góðar matskeiðar kakó
sjóðandi vatn
Setjið lítið vatn í einu þar til passlegt. Smakkið svo hvort þarf aðeins meira af kakói eða flórsykri
Dreifið yfir vínarbrauðin

Vínarbrauðsuppskriftin. Ef fólk vill tvöfalda skal notast við tölurnar í svigunum fyrir aftan. Upphaflega uppskriftin er með smjörlíki en Hjördís notar smjör í dag
Vínarbrauð með sultu og súkkulaðiglassúr. Uppskriftin kemur upphaflega frá Líney Kristinsdóttur, móðursystur eiginmanns Hjördísar

.

HJÖRDÍS RUT SIGURLAUG MARGRÉTVÍNARBRAUÐRABARBARASULTASÚKKULAÐIGLASSÚRÍSLENSKT

— VÍNARBRAUÐ MEÐ SÚKKULAÐIGLASSÚR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jólaplattinn á Jómfrúnni

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir brugðu sér á Jómfrúna í hádeginu og snæddu saman hina ýmsu jólarétti sem voru bornir fram á stórum diskum; Jólaplatti Jómfrúarinnar. Á meðan beðið var eftir eftirréttinum sungu þér félagar fyrir gesti við miklar og góðar undirtektir - MYNDBAND HÉR

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasultaJarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta. Þessi sulta heillar alla, það má líka setja enn meira af jarðarberjum ef vill eins og þar stendur. Það er bráðsniðugt að taka með sér krukku af sultunni þegar farið er í heimsókn, já eða senda fólki glaðning.

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂