Nýveiddur ofnbakaður lax

Nýveiddur ofnbakaður lax Þorgrímsstaðir fiskur í ofni
Nýveiddur ofnbakaður lax – hreinasta lostæti

Ofnbakaður nýveiddur lax

Var svo ljónheppinn að fá í hendur nýveiddan lax. Setti hann í form, vel af góðri olíu yfir, salt, pipar, rifinn lime- og sítrónubörk og smá kókosmjöl. Laxinn bakaðist svo í um 20 mín í ofni við 150°C  Því miður gleymdi ég að mynda útkomuna sem var stórfín – sannkallað lostæti.

Með laxinum var bankabygg með steiktu grænmeti og pestói.

LAXFISKUR Í OFNIFISKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref