
Ofnbakaður nýveiddur lax
Var svo ljónheppinn að fá í hendur nýveiddan lax. Setti hann í form, vel af góðri olíu yfir, salt, pipar, rifinn lime- og sítrónubörk og smá kókosmjöl. Laxinn bakaðist svo í um 20 mín í ofni við 150°C Því miður gleymdi ég að mynda útkomuna sem var stórfín – sannkallað lostæti.
Með laxinum var bankabygg með steiktu grænmeti og pestói.
— LAX — FISKUR Í OFNI — FISKUR —
.