Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði #Ísland

Hótelið að Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði nýtur sívaxandi vinsælda, kannski ekki síst því að það er svolítið eins og að dvelja á notalegu heimili, enda er það fjölskyldurekið og viðmótið hlýlegt. Hér er byggt á óþrjótandi gestrisni og dugnaði og það skilar sér.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

Einmitt þess vegna er hótelið ört stækkandi. Í nýjustu álmunni eru glæsileg herbergi, en um leið heimilisleg með viðarþiljum á veggjum og værðarvoðum úr ull. Hér er gott að teygja úr sér. Í nr. 125 var dásamlegt útsýni til vesturs og norðurs, þar sem Fláajökulinn ber við himin.

Þau Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson voru í hópi frumkvöðla í ferðaþjónustu . Þegar upp úr 1980 var kominn vísir að ferðaþjónustu á Brunnhóli. Sl. ár hafa erlendir ferðamenn vissulega fyllt hvert rými, en í sumar hafa Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa perlu, svo að þurft hefur að bæta við starfsfólki.

Enda kunna gestir greinilega að meta góða þjónustu og umhverfi á viðráðanlegu verði, lausir við ys og þys stórborgar, en njóta sveitaakyrrðarinnar með eitt og eitt baul í fjarska frá kúnum sem færa okkur mjólkina í hinn landsfræga Jöklaís.

BRUNNHÓLLHORNAFJÖRÐURJÖKLAÍS — FERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.