Súkkulaðiþristaterta

Súkkulaði-þristakaka anna kristín sturludóttir snædís agla baldvinsdóttir þristur þristakrem súkkulaðiterta súkkulaðikaka lakkrís lakkrískrem
Súkkulaðiþristaterta

Dugnaðardömurnar Anna Kristín og Snædís Agla bökuðu súkkulaðitertu með Þristum og höfðu á henni krem með Þristum. Verulega góð terta

ANNA KRISTÍNSNÆDÍS AGLASÚKKULAÐITERTURÞRISTAR

Súkkulaðiþristaterta

Súkkulaði-þristaterta
400 g suðusúkkulaði
150 g smjör
1-2 msk hveiti
1/4 tsk salt
4 egg, aðskilin
1 tsk vanilludropar
2 msk sykur
1/2 poki af litlum þristum, skornir í bita (250g)

Þristakrem
1 poki af litlum þristum (250g)
4 msk rjómi

1/2 poki af þristum til að skreyta
(samtals 2 pokar af þristum fyrir alla kökuna)

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Smyrjið stórt hringlaga kökuform og setjið bökunarpappír í botninn.
Bræðið suðusúkkulaðið í skál yfir vatnsbaði. Takið svo skálina af hitanum og bætið við smjörinu, hveitinu og saltinu. Blandið vel. Bætið svo eggjarauðunum og vanilludropunum við og hrærið vel.

Þeytið eggjahvíturnar í annarri skál, setjið sykurinn svo í eggjahvíturnar og þeytið aðeins lengur þangað til þær eru stífar.
Setjið 1/3 af eggjahvítunum í súkkulaðiblönduna og hrærið vel. Bætið svo við restinni af hvítunum og hrærið varlega með sleikju. Blandið að lokum hálfum poka af þristum, í litlum bitum, við deigið.

Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Leyfið tertunni að kólna og takið hana svo úr forminu.

Kremið
Bræðið heilan þristapoka í potti og bætið 4 msk af rjóma saman við. Hellið kreminu á kökuna og skreytið hana svo með hálfum poka af þristabitum. Mjög gott að skreyta með jarðaberjum líka.

Það er mjög gott að borða tertuna með vanilluís þegar hún er ennþá svolítið volg en við mælum með að geyma tertuna í ísskáp og borða hana kalda.

Snædís Agla og Anna Kristín

— SÚKKULAÐIÞRISTTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.