Súkkulaðiþristaterta

Súkkulaði-þristakaka anna kristín sturludóttir snædís agla baldvinsdóttir þristur þristakrem súkkulaðiterta súkkulaðikaka lakkrís lakkrískrem
Súkkulaðiþristaterta

Súkkulaðiþristaterta

Dugnaðardömurnar Anna Kristín og Snædís Agla bökuðu súkkulaðitertu með Þristum og höfðu á henni krem með Þristum. Verulega góð terta.

ANNA KRISTÍNSNÆDÍS AGLASÚKKULAÐITERTURÞRISTAR

.

Súkkulaðiþristaterta

Súkkulaði-þristaterta

400 g suðusúkkulaði
150 g smjör
1-2 msk hveiti
1/4 tsk salt
4 egg, aðskilin
1 tsk vanilludropar
2 msk sykur
1/2 poki af litlum þristum, skornir í bita (250g)

Þristakrem
1 poki af litlum þristum (250g)
4 msk rjómi

1/2 poki af þristum til að skreyta
(samtals 2 pokar af þristum fyrir alla kökuna)

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Smyrjið stórt hringlaga kökuform og setjið bökunarpappír í botninn.
Bræðið suðusúkkulaðið í skál yfir vatnsbaði. Takið svo skálina af hitanum og bætið við smjörinu, hveitinu og saltinu. Blandið vel. Bætið svo eggjarauðunum og vanilludropunum við og hrærið vel.

Þeytið eggjahvíturnar í annarri skál, setjið sykurinn svo í eggjahvíturnar og þeytið aðeins lengur þangað til þær eru stífar.
Setjið 1/3 af eggjahvítunum í súkkulaðiblönduna og hrærið vel. Bætið svo við restinni af hvítunum og hrærið varlega með sleikju. Blandið að lokum hálfum poka af þristum, í litlum bitum, við deigið.

Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Leyfið tertunni að kólna og takið hana svo úr forminu.

Kremið
Bræðið heilan þristapoka í potti og bætið 4 msk af rjóma saman við. Hellið kreminu á kökuna og skreytið hana svo með hálfum poka af þristabitum. Mjög gott að skreyta með jarðaberjum líka.

Það er mjög gott að borða tertuna með vanilluís þegar hún er ennþá svolítið volg en við mælum með að geyma tertuna í ísskáp og borða hana kalda.

Snædís Agla og Anna Kristín

— SÚKKULAÐIÞRISTTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.