Fisherman og Suðureyri #Ísland

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar staður staðarkirkja súgandafjörður suðureyri þorvaldur bóndi fisherman gisting gistiheimili göltur
Horft út Súgandafjörð, fjallið Göltur er til hægri

Suðureyri við Súgandafjörð

Yndislegt að heyra börn leika sér úti með tilheyrandi hlátrasköllum á löngum björtum sumarkvöldum. Það sem gladdi okkur ekki minna var að heyra mömmurnar kalla: ÞAÐ ER KOMINN MATUR!! og þá hljóðnaði allt í stutta stund en fljótlega byrjuðu aftur áhyggjulausir æskuleikir.

SUÐUREYRIÍSAFJÖRÐUR – FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar Fisherman á Suðureyri súgandafjörður staður staðarkirkja
Fisherman á Suðureyri

Á Suðureyri gistum við í stórum rúmgóðum herbergjum á Fisherman gistiheimilinu sem vel má mæla með.

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar

Nýlenduvöruverslunin. Það er eitthvað vinalegt og hlýlegt við stað eins og Suðureyri. Í litlu húsi er Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar og allir sem hafa prófað sundlaugina vita að hún er einstök.

Staðarkirkja

Þegar keyrt er út í gegnum þorpið endar vegurinn á Stað í Staðardal. Þar á hlaðinu hittum við Þorvald bónda sem var að undirbúa kirkjugarðsslátt. Hann fræddi okkur um búskaparhætti, hafís, snjóinn í vetur og „Skaflinn” hans og vísar þar til skaflsins í Esjunni

Staðarkirkja

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)

Bláberja-pæ

Bláberja-pæ. Þegar ég sá uppskriftina fyrst runnu á mig tvær grímur: bláber, kanill og sítrónusafi!!! En ágætt að dæma ekki um of fyrirfram. Þannig að bakan var útbúin og öllum líkaði vel. Pæ-deigið má útbúa deginum áður og geyma í ísskáp.