Fisherman og Suðureyri #Ísland

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar staður staðarkirkja súgandafjörður suðureyri þorvaldur bóndi fisherman gisting gistiheimili göltur
Horft út Súgandafjörð, fjallið Göltur er til hægri

Suðureyri við Súgandafjörð

Yndislegt að heyra börn leika sér úti með tilheyrandi hlátrasköllum á löngum björtum sumarkvöldum. Það sem gladdi okkur ekki minna var að heyra mömmurnar kalla: ÞAÐ ER KOMINN MATUR!! og þá hljóðnaði allt í stutta stund en fljótlega byrjuðu aftur áhyggjulausir æskuleikir.

SUÐUREYRIÍSAFJÖRÐUR – FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar Fisherman á Suðureyri súgandafjörður staður staðarkirkja
Fisherman á Suðureyri

Á Suðureyri gistum við í stórum rúmgóðum herbergjum á Fisherman gistiheimilinu sem vel má mæla með.

Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar

Nýlenduvöruverslunin. Það er eitthvað vinalegt og hlýlegt við stað eins og Suðureyri. Í litlu húsi er Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar og allir sem hafa prófað sundlaugina vita að hún er einstök.

Staðarkirkja

Þegar keyrt er út í gegnum þorpið endar vegurinn á Stað í Staðardal. Þar á hlaðinu hittum við Þorvald bónda sem var að undirbúa kirkjugarðsslátt. Hann fræddi okkur um búskaparhætti, hafís, snjóinn í vetur og „Skaflinn” hans og vísar þar til skaflsins í Esjunni

Staðarkirkja

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ísostaterta

Ísostaterta

Ísostaterta. Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn.