Suðureyri við Súgandafjörð
Yndislegt að heyra börn leika sér úti með tilheyrandi hlátrasköllum á löngum björtum sumarkvöldum. Það sem gladdi okkur ekki minna var að heyra mömmurnar kalla: ÞAÐ ER KOMINN MATUR!! og þá hljóðnaði allt í stutta stund en fljótlega byrjuðu aftur áhyggjulausir æskuleikir.
— SUÐUREYRI — ÍSAFJÖRÐUR – FERÐAST UM ÍSLAND — VESTFIRÐIR —
.
Á Suðureyri gistum við í stórum rúmgóðum herbergjum á Fisherman gistiheimilinu sem vel má mæla með.
Nýlenduvöruverslunin. Það er eitthvað vinalegt og hlýlegt við stað eins og Suðureyri. Í litlu húsi er Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar og allir sem hafa prófað sundlaugina vita að hún er einstök.
Þegar keyrt er út í gegnum þorpið endar vegurinn á Stað í Staðardal. Þar á hlaðinu hittum við Þorvald bónda sem var að undirbúa kirkjugarðsslátt. Hann fræddi okkur um búskaparhætti, hafís, snjóinn í vetur og „Skaflinn” hans og vísar þar til skaflsins í Esjunni