Toblerone freisting

Toblerone freisting MARÍA SIGURBJÖRNSDÓTTIR HÓLAGERÐI VESTMANNAEYJAR TERTA KAKA EFTIRRÉTTUR
Toblerone freisting

Toblerone freisting

María Sigurbjörnsdóttir matráður í grunnskólanum í Vestmannaeyjum útbjó Toblerone freistingu fyrir vinnufélaga sína og bauð uppá í fimmtudagskaffinu.

MARÍA SIGURBJÖRNSVESTMANNAEYJARTOBLERONEDAIM

.

María með Toblerone freistingu

Toblerone freisting

Botn
200 g heilhveitikex
75 g lint smjör
1 poki Daim kúlur

Myljið kexið mjög smátt, helst í matvinnsluvél og hrærið smjörinu saman við. Blandið Daim kúlunum saman við.
Setjið degið í bökuform og þrístið því vel niður á botninn og upp með hliðunum. Kælið.

Fylling
200 g Toblerone
3 msk ljóst síróp
50 g lint smjör
1 egg, aðskilið
1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%
50 g púðursykur
jarðarber eða önnur ber til skreytingar.

Hitið Toblerone og síróp gætilega í vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. Takið af hitanum og hellið í skál. Hrærið smjöri saman við, síðan eggjarauðu og að lokum sýrða rjómanum.
Þeytið eggjahvítuna í annarri skál þar til hún er hálfstíf og þeytið síðan púðursykrinum saman við smátt og smátt þar til hvítan myndar stífa toppa.
Blandið henni þá gætilega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
Jafnið fyllingunni yfir kexbotninn og kælið.
Skreytið t.d. með jarðarberjum.

Uppskriftin birtist í kökublaði Gestgjafans árið 2004

MARÍA SIGURBJÖRNSVESTMANNAEYJARTOBLERONEDAIM

— TOBLERONE FREISTING —

✨✨

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Hafrakex Ingveldar G. Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.

Bökuð hindberjaostakaka – næstum því hættulega góð

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís Ýr er afar flink bakstri og öðru matarstússi eins og hún á kyn til. Gráfíkjukaka og terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi útbjó Bergdís eftir uppskriftum ömmu sinnar. Hún bakaði hindberjaostaköku og kom með í árlegt vinkvennakaffi. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.