Toblerone freisting
María Sigurbjörnsdóttir matráður í grunnskólanum í Vestmannaeyjum útbjó Toblerone freistingu fyrir vinnufélaga sína og bauð uppá í fimmtudagskaffinu.
— MARÍA SIGURBJÖRNS — VESTMANNAEYJAR — TOBLERONE — DAIM —
.
Toblerone freisting
Botn
200 g heilhveitikex
75 g lint smjör
1 poki Daim kúlur
Myljið kexið mjög smátt, helst í matvinnsluvél og hrærið smjörinu saman við. Blandið Daim kúlunum saman við.
Setjið degið í bökuform og þrístið því vel niður á botninn og upp með hliðunum. Kælið.
Fylling
200 g Toblerone
3 msk ljóst síróp
50 g lint smjör
1 egg, aðskilið
1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%
50 g púðursykur
jarðarber eða önnur ber til skreytingar.
Hitið Toblerone og síróp gætilega í vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. Takið af hitanum og hellið í skál. Hrærið smjöri saman við, síðan eggjarauðu og að lokum sýrða rjómanum.
Þeytið eggjahvítuna í annarri skál þar til hún er hálfstíf og þeytið síðan púðursykrinum saman við smátt og smátt þar til hvítan myndar stífa toppa.
Blandið henni þá gætilega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
Jafnið fyllingunni yfir kexbotninn og kælið.
Skreytið t.d. með jarðarberjum.
✨
— MARÍA SIGURBJÖRNS — VESTMANNAEYJAR — TOBLERONE — DAIM —
✨✨