Toblerone freisting

Toblerone freisting MARÍA SIGURBJÖRNSDÓTTIR HÓLAGERÐI VESTMANNAEYJAR TERTA KAKA EFTIRRÉTTUR
Toblerone freisting

Toblerone freisting

María Sigurbjörnsdóttir matráður í grunnskólanum í Vestmannaeyjum útbjó Toblerone freistingu fyrir vinnufélaga sína og bauð uppá í fimmtudagskaffinu.

MARÍA SIGURBJÖRNSVESTMANNAEYJARTOBLERONEDAIM

.

María með Toblerone freistingu

Toblerone freisting

Botn
200 g heilhveitikex
75 g lint smjör
1 poki Daim kúlur

Myljið kexið mjög smátt, helst í matvinnsluvél og hrærið smjörinu saman við. Blandið Daim kúlunum saman við.
Setjið degið í bökuform og þrístið því vel niður á botninn og upp með hliðunum. Kælið.

Fylling
200 g Toblerone
3 msk ljóst síróp
50 g lint smjör
1 egg, aðskilið
1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%
50 g púðursykur
jarðarber eða önnur ber til skreytingar.

Hitið Toblerone og síróp gætilega í vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. Takið af hitanum og hellið í skál. Hrærið smjöri saman við, síðan eggjarauðu og að lokum sýrða rjómanum.
Þeytið eggjahvítuna í annarri skál þar til hún er hálfstíf og þeytið síðan púðursykrinum saman við smátt og smátt þar til hvítan myndar stífa toppa.
Blandið henni þá gætilega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
Jafnið fyllingunni yfir kexbotninn og kælið.
Skreytið t.d. með jarðarberjum.

Uppskriftin birtist í kökublaði Gestgjafans árið 2004

MARÍA SIGURBJÖRNSVESTMANNAEYJARTOBLERONEDAIM

— TOBLERONE FREISTING —

✨✨

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.