Nútellajólatré
Látið ekki hugfallast, þetta er hvorki flókið né vandasamt. Fletjið út tvær smjörplötslengjur og skerið meðfram þannig að myndist útlínur jólatrés. Leggið annað „jólatréð” á bökunarpappír, smyrjið með Nútella og leggið hitt „jólatréð” yfir. Skerið næstum því inn að miðju og snúið hverri lengju í hálfhring. Bakið við 200°C í um 20 mín eða þangað til er kominn fallegur gylltur litur. Látið kólna. Skreytið með rifsberjum og eini eða öðru grænu. Stráið flórsykri yfir.
— NUTELLA — JÓLIN — SMJÖRDEIG — JÓLATRÉ —
.
Nútella frá grunni
300 g heslihnetur
220 g steinlausar mjúkar döðlur
sjóðandi heitt vatn
45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli
1/3 tsk salt
Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180° C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inn í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.
Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.
–
— NUTELLA — JÓLIN — SMJÖRDEIG — JÓLATRÉ —
–