Lakkrístoppar – hinar sívinsælu smákökur

Lakkrístopparnir sívinsælu lakkrískökur smákökur jólin jólabakstur smákökurbakstur vinsælar smákökur lakkrístoppar
Lakkrístopparnir sívinsælu

Lakkrístoppar

Gunnhildur Ásta vinkona mín fer hamförum í eldhúsinu fyrir jólin núna eins og áður. Hún var að baka lakkrístoppana sívinsælu. Hjá mörgum eru lakkrístoppar ómissandi á aðventu og jólunum. Gunnhildur er mikið jólabarn, á árum áður bakaði hún sjö til tíu sortir af smákökum en núna síðustu ár þrjár, þrjár þær vinsælustu; Sörur, lakkrístoppa og hnetusmjörskökur.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

.

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
150 g lakkrískurl

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaði smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.

Bakið við 150°C í 15 – 20 mín.

Gunnhildur með ömmudrenginn Guðna Má.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

— LAKKRÍSTOPPARNIR SÍVINSÆLU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.