Lakkrístoppar
Gunnhildur Ásta vinkona mín fer hamförum í eldhúsinu fyrir jólin núna eins og áður. Hún var að baka lakkrístoppana sívinsælu. Hjá mörgum eru lakkrístoppar ómissandi á aðventu og jólunum. Gunnhildur er mikið jólabarn, á árum áður bakaði hún sjö til tíu sortir af smákökum en núna síðustu ár þrjár, þrjár þær vinsælustu; Sörur, lakkrístoppa og hnetusmjörskökur.
— SMÁKÖKUR — GUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS — JÓLIN — MARENGS — SÖRUR —
.
Lakkrístoppar
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
150 g lakkrískurl
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaði smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.
Bakið við 150°C í 15 – 20 mín.
–
— SMÁKÖKUR — GUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS — JÓLIN — MARENGS — SÖRUR —
— LAKKRÍSTOPPARNIR SÍVINSÆLU —
–