Lakkrístoppar – hinar sívinsælu smákökur

Lakkrístopparnir sívinsælu lakkrískökur smákökur jólin jólabakstur smákökurbakstur vinsælar smákökur lakkrístoppar
Lakkrístopparnir sívinsælu

Lakkrístoppar

Gunnhildur Ásta vinkona mín fer hamförum í eldhúsinu fyrir jólin núna eins og áður. Hún var að baka lakkrístoppana sívinsælu. Hjá mörgum eru lakkrístoppar ómissandi á aðventu og jólunum. Gunnhildur er mikið jólabarn, á árum áður bakaði hún sjö til tíu sortir af smákökum en núna síðustu ár þrjár, þrjár þær vinsælustu; Sörur, lakkrístoppa og hnetusmjörskökur.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

.

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
150 g lakkrískurl

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaði smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.

Bakið við 150°C í 15 – 20 mín.

Gunnhildur með ömmudrenginn Guðna Má.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

— LAKKRÍSTOPPARNIR SÍVINSÆLU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.