Hnetusmjörskökur
Gunnhildur Ásta vinkona mín bakaði hnetusmjörskökur og skreytti jólatréð sama daginn, veit ekki hvernig það er hægt en hún kallar nú ekki allt ömmu sína. Leiðir okkar lágu saman á Hótel Íslandi fyrir margt löngu þegar við unnum bæði á sama barnum. Hinar tvær tegundirnar sem hún bakar fyrir jólin eru SÖRUR og LAKKRÍSTOPPAR.
— SMÁKÖKUR — HNETUSMJÖR — JÓLIN — GUNNHILDUR ÁSTA —
.
Hnetusmjörskökur
2 b hveiti
1 b púðursykur
2 egg
1 tsk vanilla
1 b hnetusmjör
1 b smjör/smjörlíki
1 b sykur
1 tsk matarsódi eða lyftiduft
1 tsk salt
Hrærið öllu saman, mótið lengur og kælið yfir nótt. Skerið niður, mótið kúlur og setjið á plötu. Þrýstið með gaffli ofan á og dýfið honum í sykur á milli. Bakið við 190°C í 8-11 mín þar til þær verða gullinbrúnar.
–
— SMÁKÖKUR — HNETUSMJÖR — JÓLIN — GUNNHILDUR ÁSTA —
–