Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Joðrík alíslensk þarahylki  Völundur snær völli snæralgarum vegan
Joðrík alíslensk þarahylki frá Völundi Snæ. HÉR má sjá útsölustaðina.

Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Með mikilli ánægju deili ég með ykkur að síðustu mánuði hef ég mér til heilsubótar tekið þarahylki frá Völundi Snæ, fyrirtæki hans Algarum Organic framleiðir þarahylki og þaraduft úr lífrænum þara. Þarinn er einstaklega ríkur af joði ásamt því að innihalda ómega fitusýrur, trefjar, prótein og steinefni.

Af síðu HEILSUHÚSSINS:

Þarahylkin eru sérstaklega joðrík. Joð stuðlar að eðlilegum vexti barna, eðlilegri vitsmuna starfsemi, efnaskiptum, starfsemi taugakerfis og framleiðslu skjaldkirtilshormóna og starfsemi skjaldkirtilsins. Þarahylkin innihalda einnig Fucoidan og Fucoxanthin auk fjölda annarra vítamína og steinefna.

Þarahylkin innihalda þarablöndu sem er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu til að tryggja að varan innihaldi bestu blöndu hráefna sem í boði er til að tryggja rétt hlutföll af lífrænu joði, Fucoxanthin, Fucoidan, próteini, ómega-3 fitusýrum og A, D2, B1, B3, B2, B12, E & C vítamínum. Þarahylkin eru lífrænt vottuð af TÚN.

Sjá einnig: JOÐSKORTUR OG LEIÐIR TIL AÐ BÆTA HANN.

— ÞARAHYLKI, JOÐRÍK OG ALÍSLENSK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla