Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Joðrík alíslensk þarahylki  Völundur snær völli snæralgarum vegan
Joðrík alíslensk þarahylki frá Völundi Snæ. HÉR má sjá útsölustaðina.

Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Með mikilli ánægju deili ég með ykkur að síðustu mánuði hef ég mér til heilsubótar tekið þarahylki frá Völundi Snæ, fyrirtæki hans Algarum Organic framleiðir þarahylki og þaraduft úr lífrænum þara. Þarinn er einstaklega ríkur af joði ásamt því að innihalda ómega fitusýrur, trefjar, prótein og steinefni.

Af síðu HEILSUHÚSSINS:

Þarahylkin eru sérstaklega joðrík. Joð stuðlar að eðlilegum vexti barna, eðlilegri vitsmuna starfsemi, efnaskiptum, starfsemi taugakerfis og framleiðslu skjaldkirtilshormóna og starfsemi skjaldkirtilsins. Þarahylkin innihalda einnig Fucoidan og Fucoxanthin auk fjölda annarra vítamína og steinefna.

Þarahylkin innihalda þarablöndu sem er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu til að tryggja að varan innihaldi bestu blöndu hráefna sem í boði er til að tryggja rétt hlutföll af lífrænu joði, Fucoxanthin, Fucoidan, próteini, ómega-3 fitusýrum og A, D2, B1, B3, B2, B12, E & C vítamínum. Þarahylkin eru lífrænt vottuð af TÚN.

Sjá einnig: JOÐSKORTUR OG LEIÐIR TIL AÐ BÆTA HANN.

— ÞARAHYLKI, JOÐRÍK OG ALÍSLENSK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Fyrri færsla
Næsta færsla