Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Joðrík alíslensk þarahylki  Völundur snær völli snæralgarum vegan
Joðrík alíslensk þarahylki frá Völundi Snæ. HÉR má sjá útsölustaðina.

Þarahylki – joðrík og alíslensk 

Með mikilli ánægju deili ég með ykkur að síðustu mánuði hef ég mér til heilsubótar tekið þarahylki frá Völundi Snæ, fyrirtæki hans Algarum Organic framleiðir þarahylki og þaraduft úr lífrænum þara. Þarinn er einstaklega ríkur af joði ásamt því að innihalda ómega fitusýrur, trefjar, prótein og steinefni.

Af síðu HEILSUHÚSSINS:

Þarahylkin eru sérstaklega joðrík. Joð stuðlar að eðlilegum vexti barna, eðlilegri vitsmuna starfsemi, efnaskiptum, starfsemi taugakerfis og framleiðslu skjaldkirtilshormóna og starfsemi skjaldkirtilsins. Þarahylkin innihalda einnig Fucoidan og Fucoxanthin auk fjölda annarra vítamína og steinefna.

Þarahylkin innihalda þarablöndu sem er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu til að tryggja að varan innihaldi bestu blöndu hráefna sem í boði er til að tryggja rétt hlutföll af lífrænu joði, Fucoxanthin, Fucoidan, próteini, ómega-3 fitusýrum og A, D2, B1, B3, B2, B12, E & C vítamínum. Þarahylkin eru lífrænt vottuð af TÚN.

Sjá einnig: JOÐSKORTUR OG LEIÐIR TIL AÐ BÆTA HANN.

— ÞARAHYLKI, JOÐRÍK OG ALÍSLENSK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Fyrri færsla
Næsta færsla